fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Þrír menn í hnífabardaga í miðbænum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. janúar 2023 09:18

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið var að gera hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt samkvæmt dagbók lögreglu og málin að margvíslegum toga eins og gengur. Alvarlega tilkynningin sem barst var um þrjá aðila sem voru vopnaðir hnífum í slagsmálum í miðbænum. Mennirnir höfðu sig hins vegar á brott áður en lögreglu bar að garði og fundust ekki. Síðar um nóttina var aðili vopnaður hníf handtekinn í annarlegu ástandi en ekkert bendir til þess að málin tengist.

Þá var kveikt í rusli við höfnina á Kópavogshöfn, slökkvilið slökkti eldinn en einhverjar skemmdir urðu á landgangi sem lá út á flotbryggju.

Lögreglan stöðvaði tvö innbrot í hverfum 105 og 109 og á báðum stöðum voru tveir einstaklingar teknir höndum.

Þá voru eigendur þriggja skemmtistaða kærðir vegna þess að dyraverðir voru ekki með réttindi eða of fáir dyraverðir á staðnum.

Flest atvik tengdust þó ölvun eða vímuefnanotkun og því miður voru nokkrir slíkir aðilar stöðvaðir undir stýri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“