fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Úkraínski herinn er kominn yfir mikilvæga á og er nærri Luhansk – Rússar mega ekki hörfa lengra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 06:08

Úkraínskir hermenn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskir hermenn eru komnir yfir ána Oskil og eru með yfirráð yfir landsvæði beggja megin við þessa á sem er mikilvæg út frá hernaðarlegu sjónarmiði. Rússneskar hersveitir hafa hörfað frá ánni að nýrri varnarlínu og hafa fengið fyrirmæli um að lengra aftur megi þeir ekki hörfa.

Úkraínski herinn skýrði frá þessu á Telegram.

Síðustu daga hafa borist fregnir af því að úkraínskar hersveitir hafi farið yfir ána sem rennur meðal annars í gegnum Kupiansk. Úkraínski herinn hefur nú Kupiansk á sínu valdi en áin rennur í gegnum bæinn.

Rússneskar hersveitir hafa dregið sig frá ánni að nýrri varnarlínu lengra í austur. Sú varnarlína liggur nærri mörkum Kharkiv og Luhansk héraðanna. Rússland hefur viðurkennt Luhansk sem sjálftstætt lýðveldi.

Rússneski herbloggarinn Rybar, sem er með 790.000 fylgjendur, skrifar að rússnesku hersveitirnar hafi fengið fyrirmæli um að þær megi ekki hörfa lengra. Institute for the Study of War (ISW) vitnar í blogg hans og segir að rússneskar hersveitir, sem verjast í Luhansk og annarsstaðar í Donbas, megi ekki hörfa svo mikið sem „eitt skref enn“, óháð því hvernig málin þróast á víglínunni hjá þeim.

Volodomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagði á sunnudaginn að úkraínskar hersveitir hafi ekki hugsað sér að láta nýjar varnarlínur Rússa stöðva sig. Það verði ekkert hlé gert á sókn úkraínska hersins og nú þegar sé verið að undirbúa næsta sigur. Úkraína verði frelsuð, öll Úkraína.

Sérfræðingar segja mjög mikilvægt fyrir Úkraínumenn að hafa komist yfir ána og náð yfirráðum beggja megin við hana. Það sé alltaf erfitt að komast yfir á þegar barist sé við hana og það að þeim hafi tekist að komast yfir og koma sér upp brú yfir hana sé mjög mikilvægt. Nú velti framhaldið á hvort Úkraínumenn geti komið stórskotaliði, birgðum og fleiri hersveitum á rétta staði til að þeir geti haldið sókn sinni áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“