fbpx
Miðvikudagur 07.desember 2022
Fréttir

Sérfræðingur spáir hruni rússneska hersins – Stríðið hófst í Moskvu og þar mun því ljúka

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 08:42

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingur í rússneskum málefnum telur að úkraínskur sigur sé í sjónmáli í stríðinu og telur að fleiri stórir ósigrar rússneska hersins geti valdið skyndilegri krísu í Moskvu.

Þetta sagði Pavel Baev, sérfræðingur hjá Institutt for fredsforskning (PRIO) í Osló, í samtali við Dagbladet. Hann sagði ljóst að margir í rússnesku elítunni viti að hægt og rólega stefni í ósigur í stríðinu í Úkraínu.

Hann sagði að hver einasti ósigur í Úkraínu auki pólitíska spennu í Moskvu.

Í greiningu frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War kemur fram að Úkraínumenn muni í auknum mæli stýra gangi stríðsins og ráða hvar stórorustur verða og að viðbrögð Rússa við auknum þrýstingi muni í vaxandi mæli ekki duga til að mæta þeim vanda sem þeir glíma við. Nema Rússar finni leið til að taka frumkvæðið í stríðinu á nýjan leik.

Baev sagðist ekki telja að Úkraínumenn nái „ótrúlegum“ árangri í austurhluta landsins á næstu vikum, staða Rússa í Donbass sé of sterk til að svo geti farið. Hins vegar standi Rússar illa að vígi í suðurhluta landsins og þar geti Úkraínumenn sótt fram í haust.

Margir hernaðarsérfræðingar telja að stríðið geti varað í mörg ár en Baev telur að það sé aðeins spurning um mánuði áður en því lýkur. Hann telur að Úkraínumenn muni sigra og að þá muni átökin færast til Moskvu. „Þar hófst stríðið og þar mun því ljúka,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar nota skotfæri hraðar en þeir geta framleitt þau

Rússar nota skotfæri hraðar en þeir geta framleitt þau
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Pútín hafi ekki hugmynd um hversu alvarleg staðan er

Segir að Pútín hafi ekki hugmynd um hversu alvarleg staðan er