fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Eiginmaður finnst ekki en krafinn um rúmlega 23 milljónir – Tekist á um fasteign við Dalveg í skilnaðardrama

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 14:48

Frá Dalvegi. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni á sextugsaldri, sem býr á Spáni, hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Eru gerðar kröfur á hann um að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni yfir 23 milljónir króna. Dvalarstaður mannsins á Spáni er hins vegar ókunnur og hefur lögmönnum konunnar ekki tekist að birta honum stefnuna. Er hún því, samkvæmt lögum, birt í Lögbirtingablaðinu í dag.

Kröfur konunnar eru tvískiptar. Hjónin skildu í október árið 2016 og var þá gerður fjárskiptasamningur á milli þeirra. Samkvæmt honum átti maðurinn að greiða konunni rúmlega 18 milljónir króna. Hann hefur ekki staðið við þá skuldbindingu og snýst því stefna konunnar annars vegar um að krefjast uppgjörs á þeirri skuld.

Hins vegar krefst konan hlutar í fasteignafélagi. Jafnframt vill hún að fjárskiptasamningnum verði rift vegna forsendubrests. Maðurinn hafði ekki upplýst konuna um að hann ætti 50% eignarhlut í fasteignafélagi sem átti stórt iðnaðarhúsnæði á Dalvegi í Kópavogi. Húsnæðið var selt á nauðungarsölu og rann hluti af söluverðinu til fasteignafélagsins. Konan telur sig eiga kröfu til 5 milljóna af því söluverðmæti þar sem henni beri 25% hlutur í fasteignafélaginu, þ.e. helmingur af hlut mannsins sem er 50%, á grundvelli helmingaskipta verðmæta milli hjóna við skilnað.

Í tilkynningunni sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag er manninum stefnt til að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur þann 6. september næstkomandi, en þá verður málið þingfest. „Ef ekki verður mætt af hálfu stefnda við þingfestingu málsins má búast við því að útivistardómur gangi í málinu,“ segir jafnframt í fyrirkallinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu