fbpx
Laugardagur 01.október 2022
Fréttir

Sonur hjónanna sagður hafa lagt til atlögu við morðingjann með berum höndum – Sagður hafa verið með afsagaða haglabyssu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 05:47

Frá vettvangi á Blönduósi. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem skaut konu til bana á Blönduósi á sunnudaginn og særði eiginmann hennar lífshættulega var fæddur og uppalinn á Blönduósi. Hann er sagður hafa verið orðinn einrænn í seinni tíð.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir að skotmaðurinn hafi skotið fyrrum atvinnurekanda sinn. Eiginkona atvinnurekandans hafi verið sloppin út úr húsinu en hafi snúið aftur þegar hún heyrði skothvellinn.

Skotmaðurinn hafi þá beint byssunni að henni og skotið. Lést konan af völdum skotsins. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að skotmaðurinn hafi verið með afsagaða haglabyssu.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að sonur hjónanna, sem var gestkomandi á heimilinu ásamt barnsmóður sinni og ungu barni, sé talinn hafa orðið vitni að morðinu á móður sinni. Þegar skotmaðurinn var að hlaða byssuna hafi sonurinn lagt í hann með berum höndum. Hafi þeim átökum lokið með að skotmaðurinn lést.

Syninum var sleppt úr haldi lögreglu á sunnudagskvöldið en hann er enn með stöðu sakbornings í málinu.

Faðir hans liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi og er í lífshættu að sögn lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

23 létust í árás Rússa á bílalest óbreyttra borgara

23 létust í árás Rússa á bílalest óbreyttra borgara
Fréttir
Í gær

Kona fundin sek um innflutning á töluverðu magni af kókaíni

Kona fundin sek um innflutning á töluverðu magni af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnar loka þjóðvegi og nota sem flugvöll fyrir herþotur

Finnar loka þjóðvegi og nota sem flugvöll fyrir herþotur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“