fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Rússar hafa talið sig örugga á Krímskaga – Nú er staðan önnur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 05:56

Frá vettvangi í gær. Skjáskot/Anton Gerashchenko/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku urðu nokkrar sprengingar á herflugvelli á Krímskaga og skemmdust margar rússneskar herflugvélar og nokkrar gjöreyðilögðust. Í gærmorgun urðu sprengingar í skotfærageymslum á skaganum sem og spennistöð.

Rússnesk yfirvöld segja að um skemmdarverk hafi verið að ræða í gær og að um óhapp hafi verið að ræða á herflugvellinum. Flestir telja þó nokkuð víst að Úkraínumenn hafi ráðist á herflugvöllinn, skotfærageymslurnar og spennistöðina. Hvort þeir notuðu flugskeyti eða laumuðu liðsmönnum úrvalssveita sinna til Krímskaga er hins vegar ekki vitað. Úkraínsk yfirvöld hafa ekki sagt að þau hafi staðið á bak við árásirnar en hafa heldur ekki þvertekið fyrir það.

Þessar árásir eru mikið áfall fyrir rússnesk yfirvöld sem hafa reynt að telja Rússum trú um að Krím sé öruggur staður þar sem gott sé að fara í frí. Rússneskir ferðamenn hafa flúið skagann í stórum stíl síðustu daga og leggja greinilega ekki trúnað á frásagnir ráðamanna.

Rússneska fréttastofan RIA skýrði frá því að tjón hafi orðið á lestarteinum á norðurhluta Krímskaga í gær og lestarsamgöngur hafi verið stöðvaðar. Tjón á lestarteinunum getur haft áhrif á getu Rússa til að koma birgðum til hersveita í fremstu víglínu í Úkraínu.

Margir Rússar birtu myndbönd af sprengingunum í gær á samfélagsmiðlum og Mykhajlo Podolyak, ráðgjafi Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, skrifaði á Twitter: „Morguninn nærri Dzhankoi hófst með sprengingum. Áminning: Venjulega er Krím staður við Svartahafið, fjöll, frí og ferðamennska. En Krím, hersetið af Rússum, er staður þar sem sprengingar verða í birgðageymslum og það eru miklar líkur á að þjófar og innrásarher drepi fólk.“

Flemming Splidsboel, sérfræðingur í málefnum Rússlands hjá Dansk Institut for Internationale Studier, sagði í samtali við Ekstra Bladet að það geti verið góð ástæða fyrir að Rússar viðurkenni ekki að Úkraínumenn geti gert árásir af þessu tagi. Þá muni renna upp fyrir rússneskum almenningi að um stríð sé að ræða, ekki bara „sérstaka hernaðaraðgerð“.

Hann sagði að það geti verið góðar ástæður fyrir að Úkraínumenn segi ekkert um árásirnar. Hugsanlega hafi þeir ekki gert þær og þá telji þeir það þjóna hagsmunum sínum að Rússar telji að þeir hafi hafi getu til að gera árásir af þessu tagi. Hann benti á að Úkraínumenn hafi ekki lýst því yfir opinberlega að þeir hafi sökk beitiskipinu Moskvu. Hugsanlega sé þetta stefna þeirra, að staðfesta ekkert og láta fólk mynda sér eigin skoðanir á hlutunum.

Splidsboel sagði að með atburðunum á Krímskaga hafi breyting orðið á stríðinu. Fram að þessu hafi það að mestu verið Rússar sem hafi haft frumkvæðið. Ef Úkraínumenn hafi staðið á bak við árásirnar á Krímskaga þá séu það skýr skilaboð til Rússa. Ráðist hafi verið á svæði, sem Rússar telji rússneskt landsvæði, og þannig sé stríðið komið mjög nærri rússneskum almenningi. Það hafi mikið táknrænt gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun