fbpx
Miðvikudagur 29.júní 2022
Fréttir

Mikill skortur á krabbameinslyfjum í Rússlandi – Kaupa lyf af fíkniefnasölum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 05:16

Mikill skortur er á krabbameinslyfjum í Rússlandi. Mynd: Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo mikill skortur er á krabbameinslyfjum í Rússlandi að margir sjúklingar kaupa lyf, sem þykja ansi vafasöm, eða kaupa krabbameinslyf af fíkniefnasölum á himinháu verði.

Rússneskir sérfræðingar segja að skorturinn sé tilkominn vegna þess að ekki hafi tekist að flytja lyfin til landsins með flugi eins og venjulega er gert. The Insider skýrir frá þessu. Blaðið ræddi við marga Rússa sem geta ekki fengið krabbameinslyf, insúlín eða skjaldkirtilslyf.

„Verstu áhrif rússnesku útgáfunnar eru beinverkir. Ég get ekki einu sinni gengið eðlilega því mér er svo illt í fótunum,“ sagði krabbameinssjúklingurinn Alla. Venjulega notar hún Arimidex, frá AstraZeneca, til að halda krabbameininu niðri en nú verður hún að kaupa rússneskar útgáfur af lyfinu en þeim fylgja miklar aukaverkanir.

Margar lyfjaverslanir sáu fyrir að erfitt yrði að flytja inn lyf í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og keyptu mikið magn, svo mikið að það hefði átt að duga í eitt ár undir venjulegum kringumstæðum. En fíkniefnasalar keyptu birgðirnar upp á skömmum tíma og selja nú á svimandi háu verði.

Sumir fara til Tyrklands til að kaupa lyf en Tyrkland er eitt fárra ríkja sem Rússar geta enn ferðast til. Fólk ræðir saman í spjallhópum á netinu og slær saman í farmiða fyrir fólk sem fer til Tyrklands til að kaupa lyf. Einnig minnka sumir skammta sína til að geta deilt þeim með öðrum.

Reuters segir að skömmu eftir að innrásin hófst hafi margir vestrænir lyfjaframleiðendur varað við lyfjaskorti í Rússlandi vegna erfiðleika við vöruflutninga og útilokunar Rússa frá alþjóðagreiðslukerfinu SWIFT. „Ef vörurnar okkar komast ekki til sjúklinga í neyð mun fólk deyja eða verða fyrir alvarlegum aukaverkunum,“ sagði Joseph Wok, fjármálastjóri bandaríska lyfjafyrirtækisins Johnson & Johnson, í samtali við Wall Street Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona
Fréttir
Í gær

Eldur í Dalshrauni

Eldur í Dalshrauni
Fréttir
Í gær

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar manns

Lögreglan leitar manns