fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Var með rafbyssu á sér – Reyndu að stinga lögregluna af

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 05:49

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 20 í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af manni, sem var í mjög annarlegu ástandi, í Hlíðahverfi. Hann var handtekinn vegna ástands hans. Þegar hann var færður í fangageymslu fannst rafstuðbyssa á honum.

Á ellefta tímanum var kona í annarlegu ástandi handtekin í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Ítrekað var búið að hafa afskipti af henni. Hún var vistuð í fangageymslu.

Á fjórða tímanum í nótt var maður handtekinn í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Hann er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á fimmta tímanum var númerslausri bifreið ekið í veg fyrir lögreglubifreið og síðan inn á bifreiðastæði í Hlíðahverfi. Þar fóru ökumaður og farþegi úr bifreiðinni og komst farþeginn undan. Ökumaðurinn var handtekinn en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.

Í Kópavogi lagði lögreglan hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu fíkniefna á heimili manns eins.

Í Mosfellsbæ datt kona af hestbaki síðdegis í gær og var flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku.

Í Grafarvogi voru höfð afskipti af manni, sem var í annarlegu ástandi, sem svaf í bifreið. Hald var lagt á kveikjuláslykla bifreiðarinnar. Maðurinn er grunaður um vörslu fíkniefna.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum en um ítrekað brot hans var að ræða.

Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum og var um ítrekuð brot að ræða hjá þeim báðum.  Einn er grunaður um vörslu fíkniefna og einn lenti í umferðaróhappi áður en hann var handtekinn. Sá var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“