fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Var með rafbyssu á sér – Reyndu að stinga lögregluna af

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 05:49

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 20 í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af manni, sem var í mjög annarlegu ástandi, í Hlíðahverfi. Hann var handtekinn vegna ástands hans. Þegar hann var færður í fangageymslu fannst rafstuðbyssa á honum.

Á ellefta tímanum var kona í annarlegu ástandi handtekin í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Ítrekað var búið að hafa afskipti af henni. Hún var vistuð í fangageymslu.

Á fjórða tímanum í nótt var maður handtekinn í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Hann er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á fimmta tímanum var númerslausri bifreið ekið í veg fyrir lögreglubifreið og síðan inn á bifreiðastæði í Hlíðahverfi. Þar fóru ökumaður og farþegi úr bifreiðinni og komst farþeginn undan. Ökumaðurinn var handtekinn en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.

Í Kópavogi lagði lögreglan hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu fíkniefna á heimili manns eins.

Í Mosfellsbæ datt kona af hestbaki síðdegis í gær og var flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku.

Í Grafarvogi voru höfð afskipti af manni, sem var í annarlegu ástandi, sem svaf í bifreið. Hald var lagt á kveikjuláslykla bifreiðarinnar. Maðurinn er grunaður um vörslu fíkniefna.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum en um ítrekað brot hans var að ræða.

Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum og var um ítrekuð brot að ræða hjá þeim báðum.  Einn er grunaður um vörslu fíkniefna og einn lenti í umferðaróhappi áður en hann var handtekinn. Sá var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“