fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Sérfræðingur segir að refsiaðgerðir Vesturlanda stöðvi ekki stríðsrekstur Pútíns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júní 2022 08:00

Það er úran í tunnunum umræddu.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Refsiaðgerðir Vesturlanda gagnvart Rússlandi hafa því miður ekki þau áhrif sem margir vonast eftir, það er að segja að binda enda á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu.

Þetta sagði Flemming Splidsboel, Rússlandssérfræðingur hjá Dansk Institut for International Studier, í samtali við Jótlandspóstinn.

Aðfaranótt þriðjudags náðu leiðtogar ESB-ríkjanna samkomulagi um að banna innflutning á um 90% af því magni af olíu sem Rússar selja ESB-ríkjunum.

Splidsboel sagði að ef fólk telji að þetta muni breyta gangi stríðsins þá verði það að búa sig undir vonbrigði. „Þessi nýi refsiaðgerðapakki mun ekki verða til þess að Pútín breyti stefnu sinni í náinni framtíð. Það getur vel verið að Rússar mótmæli á götum úti í haust vegna verðhækkana. En hver veit hvort það breyti nokkru? Þess utan er töluverður tími þangað til,“ sagði hann.

Hann sagði að Pútín muni væntanlega verða ósáttur við þennan refsiaðgerðapakka. Nú þurfi Rússar að finna nýja kaupendur að olíu og gasi og það geti orðið erfitt. Á móti hækki orkuverð og það komi Rússum til góða og þar með stríðsrekstri þeirra. Tæpur helmingur af útflutningstekjum Rússa fæst með sölu á olíu og gasi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“