fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Hjólahvíslarinn þurfti að taka stóra ákvörðun – „Bless í bili og takk fyrir mig“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. maí 2022 11:12

Bjartmar Leósson Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartmar Leósson, betur þekktur sem hjólahvíslarinn, hefur á undanförnum árum orðið landsþekktur fyrir starf sitt við að endurheimta stolin reiðhjól og önnur, oft rándýr, farartæki, á borð við rafskutlur og rafhjól. Þaðan er viðurnefni hans, hjólahvíslarinn, komið en það fékk hann fyrir sitt þrotlausa starf á þessu sviði.

Í gegnum störf sín hefur hann oftast átt í friðsamlegum samskiptum við þjófana sem gjarnan eru jaðarsettir einstaklinga sem glíma við fíkn og heimilisleysi.

Nú hefur hann greint frá því að hann hafi fundið sig í þeirri stöðu að þurfa að taka sér hlé frá þessum sjálfboðastörfum sínum um óákvæðinn tíma. Hann greinir frá ákvörðuninni inn á vinsælum hóp þar sem lýst er eftir töpuðu, fundnu eða stolnu hjóladóti.

Hjólhestahvíslarinn finnur sig skyndilega í þeim sporum þessa dagana og þurfa að taka mjög stóra ákvörðun. Hann þarf að segja skilið við síðuna í bili til að sinna öðrum mikilvægum málum sem krefjast allrar hans athygli,“ skrifar Bjartmar.

Hann segir að fá og með 23. maí muni hann taka sér langþráð frí um óákveðin tíma. Hann bendir á að inn á síðunni sé þó áfram fólk sem viti um helstu þá staði þar sem horfin hjól hafa fundist og kannist jafnvel við helstu gerendur.

Biðlar til stjórnvalda

„Biðla ég til allra þeirra að vera fólki innan handar þegar þjófnaðarmál koma upp,“ skrifar Bjartmar og segist jafnframt vona að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fari að láta til sín taka í þessum málum. „Hversu geggjað væri það nú….“

Eins biðlar hann til stjórnvalda að leita leiða til að „klippa á aðkomu undirheimanna að fárveiku fólki með fíknisjúkdóma.“

Hann segir að það sé ekkert nema ömurlegt að fíkniefnasalar hér á landi séu að stórgræða á neyð einstaklinga með fíknivanda.

„Heilbrigðiskerfið ætti miklu frekar að sá um þetta fólk og skoða með opnum huga nýjar leiðir til að sinna þeim.“ 

Hann bendir á að þar gæti skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður, komið sterkt inn sem ráðgjafi í þeim málum.

„Að kynnast betur fólkinu sem hefur orðið fíkn að bráð er það stærsta og í leiðinni það átakanlegast af því öllu. Þarna eru synir og dætur, frændur og frænkur, pabbar og mömmur sem samfélagið í heild þarf að sinna svo miklu miklu betur. Með réttu hjálpinni eiga nefnilega ALLIR von.“ 

Kominn tími á smá frí

Bjartmar segir að það hafi verið honum erfitt að taka áðurnefnda ákvörðun, en hún sé engu að síður nauðsynleg.

„Þetta starf hefur átt mjög stóran hlut í mínu lífi og það hefur verið mjög lærdómsríkt að sinna því. En nú er kominn tími á að taka sér smá frí. Bless í bili og takk fyrir mig.“ 

Bjartmar sagði í samtali við fréttastofu Vísis að hann hafi lengi hunsað þreytu og látið aðra hluti sitja á hakanum. Hann hafi því klesst svolítið á vegg. Hann sagðist eins vera óviss hvort að hann sé hættur tímabundið eða fyrir fullt og allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði