fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

„Það eru allir bara skíthræddir og vilja ekki að börnin sín séu að fara á æfingarnar“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 17:32

Mynd/Nordic Stadiums

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því í morgun að maður hafi áreitt ungar stelpur og berað kynfæri sín fyrir framan þau í Laugardal um hálfáttaleytið í gærkvöld. Stelpurnar, sem eru á aldrinum 11-13 ára voru þá staddar á fimleikaæfingu hjá Ármanni en voru að hlaupa í kringum gervigrasvöll Þróttar.

„Þær voru á útiæfingu, það var svo gott veður þess vegna voru þær úti, þær voru að hlapa hringinn um fótboltavöllinn,“ segir móðir einnar stelpu sem áreitt var af flassaranum. „Hann var búinn að vera eitthvað að biðja þær um að koma,“ segir móðirin í samtali við DV en maðurinn notaði handamál og bað stelpurnar um að koma til sín.

„Þegar þær voru á öðrum hringi þá tekur hann út typpið og hún sá það, ég get ekki talað fyrir hinar stelpurnar. Þær hlaupa í kjölfarið inn og það er hringt á lögregluna. Lögreglan kemur en sér ekki manninn þarna þannig þær ætluðu bara að fara en þá segir dóttir mín við lögregluna að maðurinn hafi tekið út kynfærin og sýnt þeim. Þá brugðust þeir við og létu mig vita og tilkynntu það til Barnaverndar.“

Sjá einnig: Flassari í Laugardal veldur usla

Móðirin bendir á að flassarinn sé með dóm á sér en dómurinn var kveðinn upp þann 23. mars síðastliðinn. „Ég hélt að hann ætti að vera í fangelsi, hann rauf skilorð en er ennþá bara laus,“ segir hún.

Í dómnum yfir flassaranum kemur fram að hann hafi berað kynfæri sín og kastað af sér þvagi í viðurvist fjögurra 12 ára barna þann 17. október árið 2020. Maðurinn var dæmdur í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi en auk þess var hann dæmdur til að greiða hverju barni 200 þúsund krónur.

„Þetta er galið, það er eins og lögreglan sé bara gjörsamlega máttlaus í þessu máli,“ segir móðirin um það að maðurinn gangi laus þrátt fyrir brot sín. „Ég er ekki alveg að ná þessu, ég skil ekki alveg hvað á að gera í þessu. Ég er búin að tala við fullt af foreldrum og það eru allir bara skíthræddir og vilja ekki að börnin sín séu að fara á æfingarnar vegna þess að þetta getur gerst.“

Þá segir hún að maðurinn búi í nágrenni við æfingasvæðið. „Hann býr bara þarna í Laugardalnum, hann sefur þarna og er bara með áfengi þarna inni í trjánum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“