fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gekk frá Úkraínu til Póllands og lýsir átakanlegri ferð – „Ég sá hræðilega hluti“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 25. febrúar 2022 20:00

Myndir: Manny Marotta/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manny Marotta, bandarískur blaðamaður, var staddur í Úkraínu þegar Rússar réðust inn í landið í gær. Manny ákvað að flýja yfir til Póllands og er nú kominn þangað en hann greinir frá átakanlegri ferðinni á Twitter-síðu sinni.

„Til að gera langa sögu stutta: Ég var að enda við að ganga til Póllands. Þetta var martraðakennd ferð sem tók 20 tíma um miðjan vetur,“ segir Manny í upphafi sögu sinnar sem hann deilir á Twitter-aðgangi sem hann útbjó sérstaklega til að fjalla um aðstæðurnar í Úkraínu. „Ég sá hræðilega hluti,“ segir hann svo.

Manny deilir myndum úr ferðinni á Twitter. Meðal þess sem hann deilir eru myndir af röðum bíla sem fullir eru af fólki sem freistar þess að komast úr landinu. Hann segir bílaröðina hafa náð 25 kílómetra og að margir bílanna hafi verið bensínlausir. „Nokkrir voru yfirgefnir þar sem farþegarnir ákváðu að flýja vestur á fæti eins hratt og þau gátu.“

Þá segir Manny að úkraínskir hermenn hafi stöðvað bíla og rútur og gert öllum karlmönnum á aldrinum 18-60 að skrá sig í úkraínska herinn. „Á einum stað var herforingi að öskra: Segið bless við dætur ykkar, mæður og kærustur, þið verðið að snúa við og berjast við rússneska innrásarherinn!“

Vinurinn var neyddur til að snúa við

Á ferð sinni hafði Manny eignast vin frá Úkraínu, hinn 24 ára gamla Max. Þau kynni urðu þó ekki löng því Max var gert að snúa við og taka þátt í stríðinu. „Ég hafði tíma til að fá númerið hjá honum áður en hann fór,“ segir Manny og lýsir svo svipnum á Max þegar hann snéri við. „Glott sem einkenndist af vantrú. Ég mun aldrei gleyma andlitinu hans.“

Manny segir þá einnig frá konu sem öskraði á hermennina að hlífa eiginmanni sínum frá herskyldunni. „Hermaður sló hana og tók eiginmanninn. Það er mikil örvænting í loftinu.“

„Þetta var lengsta og versta nótt ævi minnar“

Á leið sinni hitti Manny eldri konur sem héldu á bakpokum. Hann spurði eina þeirra hvert för þeirra væri heitið og hún svaraði að þær væru á leið til Póllands eins og hann. „Hún ætlaði sér að ganga sjálf 80 kílómetra,“ segir hann.

Þá segir Manny að hann hafi einnig séð börn á leiðinni en þau áttu erfitt með að ganga alla þessa leið. „Mörg þeirra neyddust til að ganga þessa löngu vegalengd þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað væri í gangi,“ segir hann.

Manny komst að lokum til Póllands þar sem tekið var á móti honum með heitu tei. „Þetta var lengsta og versta nótt ævi minnar. Ég er bara orðlaus,“ segir hann. „Ég er þessa stundina staddur í Póllandi þar sem tekið var á móti okkur með tei. Þetta var magnað te.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat