fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Má fara í verslunina þar sem konan starfar þrátt fyrir nálgunarbann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. desember 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest nálgunarbann Héraðsdóms Austurlands yfir manni sem áreitt hefur fyrrverandi sambýliskonu sína í bæ á Austurlandi eða Austfjörðum. Nokkra athygli vekur að manninum er ekki bannað að fara í verslun þar sem konan starfað en bannað að fara að starfsstöð hennar þar en þetta er orðað svo í ópersónugreinanlegum úrskurðinum, en þar er krafa Lögreglustjórans á Austurlandi eftirfarandi (feitletrun DV):

„…skuli sæta nálgunarbanni í 4 mánuði þannig að lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili brotaþola, A, kt. […], […], eða dvalarstað hennar, hvar sem sá dvalarstaður verður. Miðast þetta við lóðamörk viðkomandi fasteigna. Jafnframt er lagt bann við því að gerðarþoli komi nær brotaþola en 10 metra og jafnframt lagt bann við því að hann veiti henni eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana eða börn hennar, með öðrum hætti, þ.m.t. með símtölum, SMS sendingum eða á samfélagsmiðlum. Ef kærði verslar í versluninni […]á […], þegar brotaþoli er þar við störf, skal hann ekki fara […]sem brotaþoli starfar á.

Í úrskurði héraðsdóms kom fram að maðurinn hefði ofsótt konuna með skeytasendingum úr nafnlausum aðgöngum á Messenger. Konan býr ein með unglingssonum sem eru ekki blóðskyldir manninum en þau voru áður í sambúð. Framferði mannsins hefur truflað einkalíf konunnar og líka starf hennar „á vinnustað þar sem almenningur leggur leið sína og þiggur þjónustu,“ eins og það er orðað í úrskurðinum. Hefur konan mátt þola stanslaust áreiti af hendi mannsins og hefur áreitið haft mjög slæm áhrif á sálarlíf hennar.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót