fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Skothvellir trufluðu málsmeðferð Landsréttar á skotárásinni á Egilsstöðum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. desember 2022 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árnmar Jóhannes Guðmundsson var í apríl dæmdur í átta ára fangelsi fyrir skotárás sem framin var á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Málinu var áfrýjað til Landsréttar og hófst aðalmeðferð í málinu þar í gær. Í málflutningi Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara var lögð áhersla á þau atriði sem Árnmar neitar sök á í málinu, til að mynda tveimur tilraunum til manndráps.

Fréttablaðið fjallar um aðalmeðferðina í dag og greinir frá því að ágreiningur virðist vera um trúverðugleika lögreglumannsins sem mætti á vettvang kvöldið sem skotárásin var framin. Ákæruvaldið telur að framburður lögreglumannsins sé trúverðugur og að hann hafi verið skýr en dómari í málinu velti því fyrir sér hvort lögreglumaðurinn hafi einhverja hagsmuni af því að segja ekki satt og rétt frá málsatvikum.

Ákæruvaldið sagðist telja að svo væri ekki. Helgi Magnús sagðist halda að ef lögreglumaðurinn væri með ásetning til að segja ósatt þá hefði hann valið skynsamlegri leið til að gera það.

Þegar Helgi Magnús flutti málið vöktu skothvellir athygli viðstaddra í dómsalnum. Skothvellirnir bárust að utan en í frétt Fréttablaðsins segir að dómari hafi tekið augnablik til að útskýra fyrir öllum í salnum hvaðan þessir skothvellir væru að koma, sérsveitin var við æfingar fyrir utan Landsrétt á meðan aðalmeðferðin fór fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill