fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Fíkniefnasalar með rafvopn – Líkamsárás á knattspyrnuleik

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 05:26

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir voru handteknir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi, grunaðir um að sölu og dreifingu fíkniefna. Báðir voru þeir með rafvopn í fórum sínum ásamt fíkniefnum. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Á knattspyrnuleik einum bar það helst til tíðinda að þegar annað liðið skoraði fagnaði einn varamanna liðsins markinu. Þetta fór illa í einn mótherja sem sló hann með krepptum hnefa í höfuðið.

Einn var handtekinn í Hlíðahverfi eftir að hafa brotið rúðu í stofnun. Þetta var í þriðja sinn sem lögreglan hafði afskipti af viðkomandi þennan daginn, alltaf við sömu stofnunina. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um ölvun við akstur.

Tvö rafmagnshlaupahjól skullu saman á gangstétt í gær. Ökumennirnir hlutu minniháttar meiðsl.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar ók á 139 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst og hinn ók á 134 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk vægan dóm fyrir að kaupa vændi og misþyrma vændiskonunni

Fékk vægan dóm fyrir að kaupa vændi og misþyrma vændiskonunni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Í gær

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Í gær

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar
Fréttir
Í gær

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið