fbpx
Mánudagur 26.janúar 2026
Fréttir

Bandaríska sendiráðið varar við miðbænum um helgina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau hafa ekki farið framhjá mörgum, skilaboð sem gengið hafa manna á milli undanfarna daga.  Þar má sjá skjáskot úr spjalli ónefndra aðila þar sem varað er við mögulegri hefndarárás á miðborgina um helgina í kjölfar hnífsárásarinnar sem átti sér stað á Bankastræti Club í síðustu viku.

Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur nú hvatt ameríska ríkisborgara að hafa varann á um helgina og forðast hópamyndanir. Á vefsíðu sendiráðsins stendur:

„Íslenska lögreglan hefur staðfest að hún er að rannsaka orðróm um áætlun um glæpsamlegt ofbeldi í miðborginni helgina 25. – 27. nóvember. Sögusagnirnar virðast tengjast átökum milli tveggja hópa sem leiddu til hnífsárásar á reykvískum skemmtistað þann 17. nóvember. Íslenska lögreglan ætlar að hafa aukna viðveru í Reykjavík yfir helgina.“

Síðan er þeim leiðbeiningum beint til fólks að hafa varann á í miðborginni um helgina og forðast stórar hópamyndanir. Eins ef fólk tekur eftir óvenjulegum atvikum ætti að yfirgefa það svæði undir eins. Fólki er eins ráðlagt að fara að ráðleggingum íslensku lögreglunnar, borgaraþjónustunnar og annarra yfirvalda. Fólki er bent á að fylgjast með vel fjölmiðlum, þá einkum fréttaveitu RÚV á ensku sem og fréttum sem birtar í Iceland Monitor.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Allt á suðupunkti í Minnesota: Mótmælendur sátu fyrir ICE-liðum fyrir utan hótel í gærkvöldi

Allt á suðupunkti í Minnesota: Mótmælendur sátu fyrir ICE-liðum fyrir utan hótel í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fluttur á sjúkrahús eftir eldsvoða í Reykjanesbæ

Fluttur á sjúkrahús eftir eldsvoða í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Biðu endanlegan ósigur fyrir ríkislögreglustjóra

Biðu endanlegan ósigur fyrir ríkislögreglustjóra
Fréttir
Í gær

Tvennum sögum fer af drápi ICE í Minneapolis – Lá í jörðinni

Tvennum sögum fer af drápi ICE í Minneapolis – Lá í jörðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir RÚV hafa tekið íslenska sjónvarpsþáttaröð úr birtingu og muni ekki birta hana aftur fyrr en að uppfylltum skilyrðum

Segir RÚV hafa tekið íslenska sjónvarpsþáttaröð úr birtingu og muni ekki birta hana aftur fyrr en að uppfylltum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neitað um dvalarleyfi þrátt fyrir að eiga íslenskan föður – Ljósmyndir og skjáskot dugðu ekki til

Neitað um dvalarleyfi þrátt fyrir að eiga íslenskan föður – Ljósmyndir og skjáskot dugðu ekki til
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikil vonbrigði í Malmö

Mikil vonbrigði í Malmö