fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Bandaríska sendiráðið varar við miðbænum um helgina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau hafa ekki farið framhjá mörgum, skilaboð sem gengið hafa manna á milli undanfarna daga.  Þar má sjá skjáskot úr spjalli ónefndra aðila þar sem varað er við mögulegri hefndarárás á miðborgina um helgina í kjölfar hnífsárásarinnar sem átti sér stað á Bankastræti Club í síðustu viku.

Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur nú hvatt ameríska ríkisborgara að hafa varann á um helgina og forðast hópamyndanir. Á vefsíðu sendiráðsins stendur:

„Íslenska lögreglan hefur staðfest að hún er að rannsaka orðróm um áætlun um glæpsamlegt ofbeldi í miðborginni helgina 25. – 27. nóvember. Sögusagnirnar virðast tengjast átökum milli tveggja hópa sem leiddu til hnífsárásar á reykvískum skemmtistað þann 17. nóvember. Íslenska lögreglan ætlar að hafa aukna viðveru í Reykjavík yfir helgina.“

Síðan er þeim leiðbeiningum beint til fólks að hafa varann á í miðborginni um helgina og forðast stórar hópamyndanir. Eins ef fólk tekur eftir óvenjulegum atvikum ætti að yfirgefa það svæði undir eins. Fólki er eins ráðlagt að fara að ráðleggingum íslensku lögreglunnar, borgaraþjónustunnar og annarra yfirvalda. Fólki er bent á að fylgjast með vel fjölmiðlum, þá einkum fréttaveitu RÚV á ensku sem og fréttum sem birtar í Iceland Monitor.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum