fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Fundu 483 milljarða í poppkornsboxi

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 22:00

Mynd frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2012 hakkaði James Zhong, frá Georgíuríki í Bandaríkjunum, um 50 þúsund stykki af Bitcoin. Zhong, sem í dag er 32 ára gamall, stal rafmyntinni úr markaðstorginu Silk Road sem staðsett er á djúpvefnum [e. deep web] svokallaða. Síðastliðinn föstudag játaði Zhong að hafa stolið rafmyntinni en hann á nú yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Lögreglan segir Zhong hafa náð að stela rafmyntinni með því að notfæra sér veikleika í borgunarkerfi markaðstorgsins.

Lögreglan fann rafmyntina falda á tölvudrifum á heimili Zhong í Bandaríkjunum. Hann hafði falið tölvuna í poppkornsboxi sem lá undir teppum í peningaskápi sem falinn var undir gólfinu á heimili hans. Saksóknarinn Damian Williams vekur athygli á því hve mikils virði þetta gífurlega magn af Bitcoin er í dag. „Staðsetning þessa rosalega magns af týndri rafmynt var ráðgáta sem var orðin 3,3 milljarða dollara virði,“ segir Williams í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna málsins. Þess má geta að 3,3 milljarðar dollara eru um 483 milljarðar í íslenskum krónum.

„Þökk sé nýrri tækni sem hjálpar okkur að rekja rafmyntir og gömlu góðu rannsóknarvinnu lögreglunnar tókst yfirvöldum að finna og ná til baka þessu mikla þýfi,“ segir Williams enn fremur.

Þrátt fyrir að rafmyntin sem Zhong stal sé virði 483 milljarða Í dag ber að hafa í huga að það var alls ekki staðan árið 2012, þegar hann framdi glæpinn. Þá fór virði Bitcoin upp og niður í belg og biðu en þegar hæst lét var ein rafmynt virði tæpra 2.000 íslenskra króna. Til samanburðar er ein slík rafmynt í dag um 2,5 milljóna virði í íslenskum krónum.

Til marks um hversu mikið Bitcoin hefur farið upp í verði má þess geta að árið 2014 þótti bræðrunum Bjarna og Davíði Hedtoft Reynissonum sanngjarnt að borga 0,071 Bitcoin fyrir klippingu. Ef þeir hefðu haldið rafmyntinni á reikningnum sínum og sleppt klippingunni væru þeir nokkrum hundrað þúsund köllum ríkari en þó eflaust með aðeins síðara hár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Máttu reka framkvæmdastjóra sem notaði 12 tölvur fyrirtækisins til að grafa eftir rafmynt

Máttu reka framkvæmdastjóra sem notaði 12 tölvur fyrirtækisins til að grafa eftir rafmynt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“