fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Fréttir

Myndefni sýnir dularfulla öldu undir Krímskagabrúnni rétt áður en hún sprakk

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. október 2022 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndefni frá sprengingunni sem eyðilagði einu brúnna milli Rússlands og Krímskagans sýnir dularfulla öldu eða bylgju sem sjá má rétt fyrir sprenginguna – þetta hefur komið af stað fjölda kenninga um hvernig brúin var sprengd upp svo sem að drónar með sprengiefni eða bátur hafi verið þar að verkum.

Rússland hefur gefið út að það hafi verið bílsprengja sem var sökudólgurinn, en minnst þrír létu lífið. Rússland telja að Úkraína hafi staðið að baki sprengingunni en stjórnvöld þar hafa hvorki staðfest né neitað ábyrgð.

Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússlands eru netverjar ekki sannfærðir og hafa tekið þessa bylgju til sérstakrar skoðunar.

Rússnesk löggæsluyfirvöld hafa borið kennsl á eiganda bílsins sem á að hafa sprungið á brúnni. Hann heitir Samir Ysupov og kemur frá Krasnidar héraðinu í Rússlandi. Enn er unnið að því að finna út hver ók bílnum.

Brúin var tekin í gagnið árið 2018 og átti að vera varin frá landi, sjó og lofti og meðal annars átti að vera þar hátækniskanni til að finna sprengiefni og sérþjálfaðir höfrungar gættu þess að engir kafarar kæmust þar nærri.

Myndir frá vettvangi sýna starfsmenn við brúnna stuttlega leita í trukknum sem er sagður hafa valdið sprengingunni. Engar athugasemdir voru gerðar og var honum hleypt aftur af stað.

Þessi árás gæti klippt á hergagnaflutninga Rússlands til hersveita í Úkraínu og gefið Úkraínumönnum kærkomið færi að sækja fastar að hernumdum svæðum sem Rússar segjast nú  hafa innlimað eftir fremur vafasama kosningu á innlimuðu svæðunum.

Mikhailo Podolyak, ráðunautur forseta Úkraínu, sagði á Twitter að brúin væri upphafið.  „Krímskaginn, brúin, upphafið. Öllu ólöglegu verður að eyða, öllu því sem hefur verið stolið þarf að skila til Úkraínu, allt sem Rússland hefur hernumið þarf að reka burt.“

Varnarmálaráðuneyti Úkraínu sagði á Twitter að nú væri búið að sökkva flaggskipi Rússlands, Moskvu sem og eyðileggja Kerch brúnna. Hvað gæti komið næst.

Engu að síður hafa yfirvöld í Úkraínu ekki gengist við að bera ábyrgð á brúnni. Opinber síða Úkraínu á Twitter spyr samt hvað sé títt á Krímskaganum. Og Krímskaginn virðist svara – Á leiðinni heim.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínskur herforingi telur að stríðinu geti aðeins lokið við samningaborðið

Úkraínskur herforingi telur að stríðinu geti aðeins lokið við samningaborðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína: „Það fyndnasta og örvæntingarfyllsta sem fram hefur komið“

Steinunn Ólína: „Það fyndnasta og örvæntingarfyllsta sem fram hefur komið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að selja sjónvarpið sitt en maðurinn vildi eitthvað annað

Ætlaði að selja sjónvarpið sitt en maðurinn vildi eitthvað annað