fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Brotamaður framseldur til Lettlands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 31. október 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á föstudag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að brotamaður frá Lettlandi, sem er búsettur hér, skyldi verða framseldur til Lettlands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar, sem gefin var út 25. febrúar á þessu ári.

Maðurinn á yfir höfði sér fimm ára og tveggja mánaða fangelsisdóm í Lettlandi. Dómurinn er vegna fíkniefnaviðskipta. Um þetta segir í úrskurði héraðsdóms:

„Í ákvörðun ríkissaksóknara frá 21. september 2022 er atvikum lýst svo að málið varði evrópska handtökuskipun, sem gefin var út af saksóknara við embætti ríkissaksóknara Lettlands 25. febrúar 2022 en barst ríkissaksóknara 10. mars 2022. Í handtökuskipuninni er óskað handtöku og afhendingar varnaraðila, sem er lettneskur ríkisborgari, til fullnustu á fangelsisrefsingu. Til grundvallar hinni evrópsku handtökuskipun er dómur héraðsdómstólsins í Riga, Lettlandi, frá 27. júní 2018, sem varð fullnustuhæfur sama dag. Var varnaraðila með dóminum gert að sæta fangelsi í fimm ár og tvo mánuði. Af þeirri refsingu á hann eftir að afplána fimm ár og 28 daga. Samkvæmt handtökuskipuninni var varnaraðili, með framangreindum dómi, sakfelldur fyrir tvö brot gegn nánar tilgreindum ákvæðum lettneskra hegningarlaga. Annars vegar með þvíað hafa á ótilgreindum stað og eigi síðar en 20. apríl 2017 í söluskyni keypt 91,1523 grömm af efni í duftformi sem innihélt 18,3702 grömm af metamfetamíni og með því að hafa í kjölfarið, þann sama dag í Riga, selt tilteknum aðila efnið, þ.e. 18,3702 grömm af metamfetamíni. Hins vegar með því að hafa, á ótilteknum stað og eigi síðar en 27. apríl 2017, neytt kannabisefnis og metamfetamíns og með því að hafa þann sama dag á nánar tilgreindum stað og tíma í Rumbula, Lettlandi, haft í vörslum sínum 0,3244 grömm af kannabisefni er hann var handtekinn af lögreglu.“

Maðurinn áfrýjaði úrskurðinum til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn. Ljóst er því að mannsins bíður rúmlega fimm ára fangelsi í Lettlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“