fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Faldi sönnunargögn um lygar Pútíns í bangsa

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. október 2022 06:30

Ætli það hafi verið svona bangsi sem hljóðneminn var falinn í? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nærri landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands er bærinn Mazyr, sem er í Hvíta-Rússlandi. Bærinn tengist stríðinu í Úkraínu ekki neitt, en samt er ákveðin tenging.

Ótrúleg frásögn eins bæjarbúa getur hafa átt sinn þátt í að afhjúpa leyndarmál Pútíns og varpa ljósi á lygar hans um stríðið.

CNN skýrir frá þessu. Segir miðillinn að aðalpersónan í málinu sé nefnd Andrei, það er þó ekki rétt nafn viðkomandi en því er haldið leyndu vegna öryggis hans. Andrei starfaði sem læknir í Mazyr. Fljótlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu fengu Andrei og starfsbræður hans ný verkefni.

Þeir áttu ekki lengur að annast bæjarbúa, heldur hermenn sem særðust í stríðinu. Þeim var skipað að spyrja engra spurninga, bara gera það sem þeim var sagt.

En þetta hugnaðist Andrei ekki og fljótlega pakkaði hann föggum sínum niður og lagði á flótta ásamt fjölskyldu sinni. Förinni var heitið til Litháen.

Í ferðatösku þeirra voru allar eigur þeirra og einn ótrúlega mikilvægur hlutur. Það var minnislykill sem var falinn í bangsa dóttur  hjónanna.

Á minnislyklinum voru sannanir fyrir alvarlegum áverkum hermanna og sögur ungra manna sem var sagt að þeir væru að fara á heræfingu en enduðu í miðju grimmdarlegu stríði.

Í frétt CNN um málið eru allt frá röntgenmyndum til mynda af skotum birtar. Þessu geta hvítrússnesk yfirvöld ekki brugðist við á neinn hátt þótt þau vilji það gjarnan en þau eru algjörlega undir hæl Pútíns og sitja og standa eins og honum þóknast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“