fbpx
Þriðjudagur 20.janúar 2026
Fréttir

Stúlkan með lævirkjaröddina er látin

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. október 2022 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Þorsteinsdóttir, söngkona, er látið 89 ára að aldri. Hún lést á hjúkrunarheimili í Holbæk Danmörku þann 25. september.

Hún var þekkt sem stúlkan með lævirkjaröddina þó að söngferill hennar hafi spannað aðeins fimm ár. Hún hætti að syngja 26 ára gömul til að sinna eiginmanni og fjölskyldu. Maður hennar var Poul Dancell sem lést árið 1989 en saman áttu þau fjögur börn.

Erla fæddist á Sauðárkróki árið 1933 og hóf snemma að syngja og leika á gítar á heimaslóðum, en gítarinn hafði hún fengið í fermingargjöf. Átján ára fluttist hún til Danmerkur til að starfa við þjónustu en söngferill hennar hófst mjög snögglega og fyrir alvöru er henni bauðst að syngja og leika á gítar í dönskum útvarpsþætti snemma árs 1954. Það voru lögin Til eru fræ, og Kvöldið var heiðskírt og hljótt. Í kjölfarið opnuðust henni fjölmargar gáttir og tækifæri til að koma sér á framfæri og syngja inn á plötur.

Meðal laga sem Erla söng eru Þrek og tár, Litli tónlistarmaðurinn, Kata rokkar, og Vagg og velta – sem varð svo frægt að vera bannað í ríkisútvarpinu.

Þrátt fyrir stuttan feril afkastaði Erla miklu og náði að verða meðal ástsælustu söngkvenna landsins og víst að kynslóðir þekki tónlist hennar enn í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglan óskar eftir upplýsingum um hótanir með skotvopni

Lögreglan óskar eftir upplýsingum um hótanir með skotvopni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áfengisneysla eykur líkur á þessum krabbameinum og segir læknir tilfellum geta fjölgað verulega – „Það verður ekki auðvelt að fást við slíka aukningu“

Áfengisneysla eykur líkur á þessum krabbameinum og segir læknir tilfellum geta fjölgað verulega – „Það verður ekki auðvelt að fást við slíka aukningu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Náttúruverndarlög hafi tafið bráðnauðsynlega viðgerð á Njarðvíkuræð – „Það er verið að bregðast við yfirvofandi neyðarástandi“

Náttúruverndarlög hafi tafið bráðnauðsynlega viðgerð á Njarðvíkuræð – „Það er verið að bregðast við yfirvofandi neyðarástandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar um vændismál Guðbrands – „Það eru menn sem virðast alltaf reiðubúnir að „kíkja í pakkann““

Stefán Einar um vændismál Guðbrands – „Það eru menn sem virðast alltaf reiðubúnir að „kíkja í pakkann““