fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Lögreglan sendir frá sér tilkynningu vegna líkfundarins við Sólfarið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður fannst látinn í sjónum norðan Sæbrautar, skammt frá Sólfarinu, um hálftvöleytið í dag. Svo virðist sem um sé að ræða skipverja sem leitað var fyrr í dag.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að leit hafi staðið yfir eftir að tilkynnt var um mannlausan bát, sem fannst í fjörunni í Engey á ellefta tímanum í morgun.

Þá segir í tilkynningunni: „Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Tilkynning barst frá Landhelgisgæslunni kl. 13:50 í dag þess efnis að skipverjinn sem leitað var að væri fundinn. Ekki var tekið fram í þeirri tilkynningu að maðurinn væri látinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“