fbpx
Mánudagur 19.janúar 2026
Fréttir

Stórbruni í verslun á Egilsstöðum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. september 2022 17:03

Mynd: Fréttablaðið/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórbruni er þessa stundina í útifataversluninni Vaski á Egilsstöðum, verslunin er staðsett að Miðási 7b í bænum.

Í umfjöllun Fréttablaðsins um brunann er rætt við íbúa á svæðinu. Sá segir að um stórbruna sé að ræða. Ekki hefur náðst í brunavarnir á Austurlandi vegna málsins.

Íbúinn sem Fréttablaðið ræddi við telur að líklega hafi kviknað í fatahreinsun sem hafði starfsemi í húsinu. Austurfrétt staðfestir það í sinni frétt um málið.

Þá segir Austurfrétt að fólk sé ekki talið í hættu og að slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar séu á staðnum. Nágrannar verslunarinnar séu beðnir um að loka gluggum auk þess sem fólki er ráðlagt að vera ekki á ferð í nágrenninu.

Einnig segir Austurfrétt að eldurinn hafi komið upp um klukkan 16:20 í dag, sjúkrabílar séu á staðnum en að það sé þó ekki talið að neinn hafi verið í þvottahúsinu þegar eldurinn kom upp.

Hilmar Jökull á Twitter birti eftirfarandi myndband af brunanum.

Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Austurlandi, biðlar til íbúa á Egilsstöðum að koma ekki að vettvangi samkvæmt frétt RÚV. Viðbragðsaðilar séu að störfum og vont ef fólk þvælist fyrir. Hann segir að ekki sé vitað um eldsupptökk en slökkviliðsmenn hafi meðal annars verið að tína gaskúta úr húsakynnum Landsnets til að fyrirbyggja sprengingar.

Dælubíll Isavia frá Egilsstaðaflugvelli hefur verið færður á vettvang og er kominn í gagnið.

Mikinn svartan reykjarmökk leggur nú yfir alla Egilsstaði. Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður RÚV á Austurlandi segir að húsið sé gjörsamlega alelda en svo virðist sem að slökkvilið sé að takast að slökkva í þeim hluta hússins sem snýr að Landsneti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Stórkostleg stemning hjá íslenskum stuðningsmönnum eftir sigurinn gegn Ítalíu

Myndband: Stórkostleg stemning hjá íslenskum stuðningsmönnum eftir sigurinn gegn Ítalíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

39-26: Ítalir áttu enga möguleika í íslensku vélina

39-26: Ítalir áttu enga möguleika í íslensku vélina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur erfðafjárskattinum til varnar: „Þeir sem erfa háar fjárhæðir eru ekki verðmeira fólk en sá sem erfir ekkert“

Kemur erfðafjárskattinum til varnar: „Þeir sem erfa háar fjárhæðir eru ekki verðmeira fólk en sá sem erfir ekkert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krónan lækkar verð á Grøn Balance vörum um 10%

Krónan lækkar verð á Grøn Balance vörum um 10%
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Pétur varpar ljósi á skuggalega þróun – „Þetta eru tvö raunveruleg dæmi sem ótrúlega mörg börn og ungmenni geta sogast inn í“

Jón Pétur varpar ljósi á skuggalega þróun – „Þetta eru tvö raunveruleg dæmi sem ótrúlega mörg börn og ungmenni geta sogast inn í“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Við lítum þessar ásakanir mjög alvarlegum augum“

„Við lítum þessar ásakanir mjög alvarlegum augum“