fbpx
Sunnudagur 04.desember 2022
Fréttir

„Hver þiggur arð upp á 41,8 mkr? Og, hverjir standa á bak við leikskólann?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. september 2022 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Halldórsdóttir, leikskólastjóri Sælukots, svaraði á föstudag fyrir gagnrýni sem fram hefur komið á störf leikskólans og aðstæður þar.

Gerði Elín þetta vegna greiðar sem Margrét Eymundardóttir, María Lea Ævarsdóttir og Eva Drífudóttir rituðu hjá Vísi þar sem farið var hörðum orðum um leikskólann og meðal annars sagt að hann sé rekinn af sértrúarsöfnuði sem hafi verið tengdur við hryðjuverk.

Þær Margrét, María og Eva eiga það sameiginlegt að hafa komið að starfsemi leikskólans, ýmist sem leikskólastjóri, starfsmaður eða foreldri leikskólabarns. Þær rita nú aðra grein til að svara Elínu þar sem ær segja að ábyrgðin á Sælukotsmálinu liggi hjá Reykjavíkurborg.

Sjá einnig: Leikskólastjóri Sælukots svarar harðri gagnrýni – „Kynna sér málin áður en farið er í skotgrafirnar“

Hver þiggur arð upp á 41,8 milljón krónur

Meðal þess sem þær hafa gagnrýnt eru háar arðgreiðslur sem hafa verið greiddar úr starfseminni. Elín hafi vísað til þess í viðtali á föstudag að rekstrarstjóri leikskólans hafi unnið mikið í sjálfboðavinnu og náð með „áralöngu striti“ að kaupa raðhús í Skerjafirði.

„Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf. Hún hafi með áralöngu striti náð að kaupa raðhús í Skerjafirði sem sé hluti af fjárfestingu Ananda Marga samtakanna sem ætli sér að stækka leikskólann. Þetta er reyndar hlægilega einfalt svar en í framhaldi af því vakna hjá okkur spurningar um arðinn. Hver þiggur arð upp á 41,8 mkr? Og, hverjir standa á bak við leikskólann? Hverjir eru í Sælutröð og hafa þeir einhver tengsl við Reykjavíkurborg?“

Sjá einnig: Reykjavíkurborg sefur á verðinum – Leikskólinn Sælukot minni á „fangabúðir“ – Rekinn af samtökum sem hafa„verið bendluð við hryðjuverk“

Við þekkjum allar hinar hliðar á góvild og ástúð rekstrarstjórans

Eins hafi komið fram í viðtalinu að lítill reglurammi og skriffinnska sé í kringum leikskólastarfið heldur byggi það á kærleika og nýhúmanisma.

„Við þekkjum líka allar hina hliðina á góðvild og ástúð rekstrarstjórans,“ segja Margrét, María og Drífa í grein sinni og vísa til bréfs sem ær sendu á borgina fyrir ári síðan þar sem þess var krafist að leikskólanum yrði lokað.

Í bréfinu segir meðal annars um störf Anöndu að hún hafi brugðist við gagnrýni á störf hennar með því að reka fólk, hún hafi komið illa fram við starfsfólk og látið starfsmenn hringja til að skamma foreldra. Hún hafi eins ekki talið mikilvægt að fylgja eftir máli þar sem fullorðinn maður hafi berað sig við starfsmann fyrir utan leikskólann. Rekstrarstjórinn, Ananda, hafi yfirheyrt barn vegna gruns um kynferðisbrot án þess að upplýsa foreldra og síðan gert lítið úr frásögn barnsins. Eins hafi rekstrarstjórinn látið barnið „sættast“ við meintan geranda sinn og faðma hann.

Leikskólastjórinn ekki bær til að svara fyrir sex ára vanrækslu

Þær Margrét, María og Drífa segja að þær viti fyrir víst að um árabil hafi leikskólastjórar einungis starfað í lítilli prósentu við Sælukot og hafi vinna þeirra einkum falist í því að rita skýrslur og uppfylla skyldur sem borgin geri um starfið.

„Starfsfólk leikskólans hefur ekki þekkt leikskólastjórana í sjón enda stjórnar rekstrarstjórinn, nunnan, með mýkt eða harðneskju, eftir því hvernig liggur á henni.“

Á leikskólanum sé ekki unnið eftir aðalnámskrá og lítil sem engin fagmenntun sé innan leikskólans. Leikskólakennarar sæki enda sjaldan um störf þar og ef þeir villist þangað staldri þeir stutt við. „Sérkennsla er sjaldnast til staðar og lítið er sóst eftir þátttöku utanaðkomandi aðila“

Þetta allt viti starfsfólk, embættismenn  og stjórnendur hjá borginni. „En það er auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og vona að hlutirnir reddist, sérstaklega þegar leikskólapláss vantar í borginni.“

Senda þær leikskólastjóranum ást og frið og óska henni alls góðs. Hún hafi þó aðeins unnið á leikskólanum í tvo mánuði og beri ekki ábyrgð á því ástandi sem hafi skapast á Sælukoti. Hún geti ekki svarað fyrir „a.m.k. sex ára vanrækslu á Sælukoti. Þar liggur ábyrgðin hjá Reykjavíkurborg.“

Þær segjast nú biðja og vona að ekki þurfi stórslys til að leikskólanum verði lokað eða starfsemi hans umbreytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Baldvin dæmdur fyrir kynferðislega áreitni í „rassastrokumálinu“

Jón Baldvin dæmdur fyrir kynferðislega áreitni í „rassastrokumálinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeita gómaði tvo íslenska menn sem héldu að þeir væru að tala við 14 ára stelpu – „Ég ætlaði aldrei að sofa hjá henni, ég vildi bara að kynnast henni“

Tálbeita gómaði tvo íslenska menn sem héldu að þeir væru að tala við 14 ára stelpu – „Ég ætlaði aldrei að sofa hjá henni, ég vildi bara að kynnast henni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áróðursmeistari Pútíns hvetur til árása á Noreg

Áróðursmeistari Pútíns hvetur til árása á Noreg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snjallir Úkraínumenn blekkja Rússa með snjöllum brellum og eftirlíkingum

Snjallir Úkraínumenn blekkja Rússa með snjöllum brellum og eftirlíkingum