fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Segja eiganda Flame og Bambus grunaðan um stórfelldan launaþjófnað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi veitingastaðanna  Flame í Katrín­ar­túni og Bambus í Borg­ar­túni eru grunaðir um stórfelldan launaþjófnað. Þetta kemur fram í frétt Mbl.is um málið.

Fyrr í dag var send fréttatilkynning á fjölmiðla þar sem fram kom að eftirlitsmenn Fagfélaganna grunaði  tvo veitingastaði í Reykjavík um stórfelldan launaþjófnað. Í tilkynningunni var ekki greint frá nafni staðanna en þau voru opinberuð í áðurnefndri frétt Mbl.is.

Starfs­fólk veitinga­staðanna tveggja virðist að­eins hafa fengið lág­marks­laun greidd, en vinnudagur þeirra spannaði tíu til sex­tán klukku­stundir, sex daga vikunnar. Þá fengu þau engin vakta­á­lög, enga yfir­vinnu, or­lof eða annað sem gengur og gerist á ís­lenskum vinnu­markaði og hefur verið samið um. Eftir­lit­steymi Fag­fé­laganna bauð fólkinu að komast út úr þeim að­stæðum sem það var í, en allir starfs­menn sem voru á vakt þann daginn þáðu boðið.

Við nánari eftir­grennslan kom svo í ljós að starfs­menn veitinga­staðanna bjuggu í íbúð á vegum at­vinnu­rek­enda en var boðið að fara í íbúð á vegum stéttar­fé­lags, sem þeir þáðu.

Í ljósi þessa mun Kjara­deild Fag­fé­laganna gera launa­kröfu á hendur fyrir­tækjanna fyrir hönd starfs­mannanna, auk þess sem teymið mun verða þeim innan handar að finna ný störf og nýtt heimili.

Í áðurnefndri frétt Mbl.is segir  Davíð Fei Wang, eig­andi veit­ingastaðanna tveggja, að málið sé byggt á mis­skiln­ingi og að lausn hafi verið fundin á því en það sé ekki skilningur aðila á vegum Fagfélaganna.

Nánar er fjallað um málið á vef Mbl.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla