fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Mönnum bjargað af strandveiðibáti á Breiðafirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 13:09

Mynd sýnir TF-GRO. Landhelgisgæslan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur mönnum var snemma í morgun bjargað af strandveiðibáti á Breiðafirði en leki hafði komið að bátnum. Lekinn var mikill og höfðu dælur bátsins ekki undan. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og aðeins sex mínútum eftir útkallið var búið að bjarga tveimur mönnum sem voru um borð yfir í nærstaddan bát. Fréttatilkynning Landshelgisgæslunnar um málið er eftirfarandi:

„Mannbjörg varð í morgun þegar leki kom að standveiðibát  á Breiðafirði. Neyðarkall barst frá bátnum kl.0720 sem var þá staddur á miðjum Breiðafirði og voru tveir menn um borð. Mikil leki hafði komið að bátnum og höfðu dælur hans ekki undan. Þegar var kallað á nærstadda báta og þyrla boðuð út á hæst forgangi. Aðeins sex mínútum seinna eða kl.0726 var búið að bjarga báðum mönnunum um borð í nærstaddan bát en skömmu síðar var báturinn komin á hliðina þar sem hann marraði í hálfu kafi. Björgunarskipið Björg frá Rifi fór á vettvang og er að skoða möguleika á að draga bátinn í land.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð