fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Danska lykkjuhneykslið – „Mjög grunnt á verulegum rasisma í dönsku samfélagi gagnvart Grænlandi“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. júní 2022 16:10

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi, segir það sárast við lykkjuhneykslið í Danmerkur að Danir virðast ekki skammast sín meira en raun ber vitni.

„Þó að það sé ekki fallegt að segja þetta í útvarpi allra landsmanna þá finnst mér vera mjög grunnt á verulegum rasisma í dönsku samfélagi gagnvart Grænlandi. Þeir líta ekki á þetta sem samfélag sem nái máli. Þeir eru mjög uppteknir af því að þetta geti ekkert fúnkerað án danskrar aðstoðar og sjá litla ástæðu til afsökunarbeiðna,“ sagði Stefán í þættinum Vikulokunum á Rás 1 fyrr í dag en þar var lykkjuhneykslismálið í Danmörku rætt.

Í vikunni kom upp á yfirborðið að dönsk heilbrigðisyfirvöld hafi ákveðið að koma lykkjunni fyrir í 4.500  grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970. Markmiðið var að hægja á fólksfjölgun í landinu en aðgerðin var gerð án vitundar stúlknanna og foreldra þeirra.

Málið hefur vakið mikla athygli og hafa meðal annars grænlenskir þingmenn krafist rannsóknar á málinu en dönsk stjórnvöld hafa verið sein til að bregðast við.

Í áðurnefndum útvarpsþætti, þar sem Stefán var gestur ásamt alþingismönnunum Sigmari Guðmundssyni og Ingibjörgu Isaksen, sagði sagnfræðingurinn að nokkur tilvik kæmu upp í hugann þar sem að Danir hefðu sýnt Grænlendingum vanvirðingu í gegnum árin. Þá megi ekki gleyma því að á þessum árum hafi íslensk heilbrigðisyfirvöld enn framkvæmd ófrjósemisaðgerðir á seinfærum konum og því ýmislegt sem þyrfti að athuga í okkar eigin sögu.

Ingibjörg sagði málið vera óskiljanlegt.  „Þetta er gríðarlegt inngrip inn í líf einstaklinga og að stjórnvöld skuli leyfa sér þetta, ég er bara slegin,“ sagði Ingibjörg

Sigmar Guðmundsson sagði mikilvægt að varast það að afsaka málið með tíðarandanum.  „Menn verða að hreinsa upp, rannsaka og skoða og eftir atvikum að bæta fólki skaðann eða biðjast velvirðingar. Það þarf að gera upp þessi mál. Annars er þetta áfram sár í þjóðarsálinni,“ sagði Sigmar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Í gær

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“