Fjölmiðlakonan Sunna Valgerðardóttir hefur verið ráðin til starfa hjá RÚV. Sunna verður annar þáttastjórnenda í nýjum fréttaskýringaþætti á Rás 1, ásamt Katrínu Ásmundsdóttur.
Þættirnir heita Þetta helst og eru á dagskrá alla virka daga klukkan 12:42 á Rás 1.
Sunna hefur starfað í rúman áratug við blaða- og fréttamennsku. Í desember gekk hún til liðs við Stöð 2, Vísi og Bylgjuna þar sem hún sinnti fréttamennsku og hafði umsjón með fréttaskýringaþættinum Kompás.
Þar áður hafði hún starfað í átta ár á fréttastofu RÚV með viðkomu á Kjarnanum og fyrir það var hún blaðamaður á Fréttablaðinu.