fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Segja vísbendingar um uppreisn meðal rússneskra hermanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 07:01

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið mikla mannfall rússneska hersins í Úkraínu hefur eyðilegt móralinn hjá hermönnunum og vísbendingar eru um uppreisn meðal rússneskra hermanna.

Þetta er mat breskra leyniþjónustustofnana en breska varnarmálaráðuneytið skýrði frá þessu í stöðuskýrslu sinni í gær en ráðuneytið sendir frá sér stöðuskýrslu daglega um gang mála í stríðinu í Úkraínu.

Í stöðuskýrslunni segir að Rússar hafi líklega orðið fyrir miklu og eyðileggjandi mannfalli meðal lágtsettra hermanna og einnig meðal yfirmanna á millistigi.  Fram kemur að þrýstingur frá Kreml á háttsetta herforingja smiti út frá sér á vígvellinum þar sem óraunhæfar væntingar séu gerðar til rússnesku hermannanna og það hefur miklar afleiðingar að mati Bretanna.

Þeir segja að þessi þrýstingur verði til þess að herdeildarforingjar muni líklega sjá til þess að rússnesku hersveitirnar haldi sókn sinni áfram en það feli í sér mikla hættu á enn meira mannfalli. Ástæðan fyrir þessu er að sögn ráðuneytisins að mikil ábyrgð sé lögð á herdeildarforingjana hvað varðar árangurinn á vígvellinum.

Bretarnir telja að hið mikla mannfall hafi áhrif á móral rússnesku hermannanna og vilja þeirra til að berjast. Segja þeir að upplýsingar hafi borist um uppreisnir meðal hermanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“