fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Segja vísbendingar um uppreisn meðal rússneskra hermanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 07:01

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið mikla mannfall rússneska hersins í Úkraínu hefur eyðilegt móralinn hjá hermönnunum og vísbendingar eru um uppreisn meðal rússneskra hermanna.

Þetta er mat breskra leyniþjónustustofnana en breska varnarmálaráðuneytið skýrði frá þessu í stöðuskýrslu sinni í gær en ráðuneytið sendir frá sér stöðuskýrslu daglega um gang mála í stríðinu í Úkraínu.

Í stöðuskýrslunni segir að Rússar hafi líklega orðið fyrir miklu og eyðileggjandi mannfalli meðal lágtsettra hermanna og einnig meðal yfirmanna á millistigi.  Fram kemur að þrýstingur frá Kreml á háttsetta herforingja smiti út frá sér á vígvellinum þar sem óraunhæfar væntingar séu gerðar til rússnesku hermannanna og það hefur miklar afleiðingar að mati Bretanna.

Þeir segja að þessi þrýstingur verði til þess að herdeildarforingjar muni líklega sjá til þess að rússnesku hersveitirnar haldi sókn sinni áfram en það feli í sér mikla hættu á enn meira mannfalli. Ástæðan fyrir þessu er að sögn ráðuneytisins að mikil ábyrgð sé lögð á herdeildarforingjana hvað varðar árangurinn á vígvellinum.

Bretarnir telja að hið mikla mannfall hafi áhrif á móral rússnesku hermannanna og vilja þeirra til að berjast. Segja þeir að upplýsingar hafi borist um uppreisnir meðal hermanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA