fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Icelandair eykur umsvif sín

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. maí 2022 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair eykur umsvif sín og bætir við sig þremur nýjum sumaráfangastöðum. Þetta kemur fram í tilkynningu. Nýju staðirnir eru Róm, Nice og RaleighDurham í Norður-Karólínu.

Í tilkynningu segir að flugframboð Icelandair sé núna að aukast dag frá degi í tekt við sumaráætlun félagsins. Nú er flogið til 44 áfangastaða frá Keflavíkurflugvelli, 30 þeirra eru í Evropu og 14 eru í Norður-Ameríku.

„Langoftast er flogið til Kaupmannahafnar en þangað verður flogið allt að fimm sinnum á dag í sumar. Félagið flýgur þrisvar sinnum á dag til BostonNew York og Parísar og tvisvar á dag til LondonOsló, Stokkhólms og Amsterdam. Þannig geta viðskiptavinir valið brottfarartíma innan dagsins sem hentar þeim best til og frá þessum áfangastöðum. Icelandair flýgur nú rúmlega 200 ferðir á viku til áfangastaða erlendis en tíðnin verður allt að 350 ferðir á viku þegar mest lætur. Þannig verður Icelandair með tæp 60% af heildarflugáætlun um Keflavíkurflugvöll og munu um 3.500 manns starfa hjá félaginu í sumar. Alls flýgur félagið 6.700 ferðir frá Keflavíkurflugvelli frá 1. maí til 1. október og heildarfjöldi flugsæta er um 2,5 milljónir.“

Félagið kynnir þrjá nýja „sólríka áfangastaði“ í sumar. Róm, Nice og Raleigh– Durham í Norður-Karólínu, en flug til RaleighDurham hófst þann 12.  maí og styttist í að flogið verði beint til Rómar og Nice þann 6. júlí.

„Þá hefur félagið flug á nýjan leik til fjölda árstíðabundinna áfangastaða.

Heilsársáfangastaðir sem félagið býður flug til eru Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, OslóHelsinkiAmsterdam, París, BerlínFrankfurtMunchenZurichLondonGlasgowManchesterDublinBostonNew YorkSeattleWashingtonDenverChicagoTorontoTenerifeNuuk og Kulusuk.

Árstíðarbundnir áfangastaðir eru Róm, NiceMontrealAlicanteRaleighDurhamBergen, Billund, HamborgGenfBrusselMinneapolisVancouver, Portland, BaltimoreMílanóMadridSalzburgOrlandoIlulissat og Narsarsuaq.“

Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningu:

 „Við finnum fyrir miklum ferðaáhuga á öllum okkar mörkuðum og sumaráætlunin okkar er metnaðarfull og umfangsmikil í takt við það. Ísland er sem fyrr mjög vinsæll ferðamannastaður og má búast við að Icelandair flytji talsverðan fjölda ferðamanna til landsins í sumar sem munu skapa mikilvægar gjaldeyristekjur fyrir íslenskt hagkerfi. Einnig er ferðahugur í Íslendingum sem sækja sem fyrr mikið í sólina en auk þess höfum við fundið fyrir töluverðum áhuga á ferðum til að hvetja stelpurnar okkar á  EM kvenna í knattspyrnu sem fram fer á Englandi í júlí.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum