fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Munu Rússar taka dauðarefsingar upp á nýjan leik? Mikill þrýstingur eftir uppgjöf hermannanna í Maríupól

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 08:00

Lífstíðarfangi í klefa sínum í rússnesku fangelsi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningur við endurupptöku dauðarefsinga í Rússlandi hefur tekið mikinn kipp eftir að úkraínskir hermenn, sem höfðu varist í Azovstalstálsmiðjunni í Maríupól í Úkraínu gáfust upp.

Fræðilega séð er hægt að beita dauðarefsingu í Rússlandi en dauðadómar hafa ekki verið kveðnir upp þar síðan í byrjun ágúst 1996 og það sama gildir um aftökur. En allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur verið vaxandi pólitískur vilji meðal áberandi stjórnmálaleiðtoga og hluta almennings um að taka dauðarefsingar upp á nýjan leik.

Dmitri Medvedev, sem leysti Vladímír Pútín af á forsetastól í eitt kjörtímabil, hefur verið ötull talsmaður þess að dauðarefsingar verði teknar upp á nýjan leik. Yury Sinelschikov, varaformaður dómsmálanefndar þingsins, hefur einnig verið talsmaður þess að dauðarefsingum verði beitt á nýjan leik, það eina sem þurfi til sé pólitískur vilji.

Brottflutningur um 1000 úkraínskra hermanna frá Azovstalstálsmiðjunni í Maríupól hefur kynt enn frekar undir þessari umræðu. Stjórnmálamenn og bloggarar hafa krafist þess að hermennirnir verði dæmdir í fangelsi eða jafnvel til dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Assad er kominn til Moskvu og heldur dapurri spegilmynd fyrir framan Pútín

Assad er kominn til Moskvu og heldur dapurri spegilmynd fyrir framan Pútín