fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Egill Helga hættur að stunda viðskipti við Spotify – „Vonandi sýnir þetta að tónlistarmenn geti breytt starfsumhverfi sínu með því að brýna raustina“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. janúar 2022 15:57

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi sagt upp áskrift sinni að tónlistarveitunni Spotify og fjarlægt forritið úr bæði síma sínum og tölvu.

„Er með Apple Music og bæti nú við Tidal. Vonandi sýnir þetta að tónlistarmenn geti breytt starfsumhverfi sínu með því að brýna raustina – og kannski standa saman,“ skrifar Egill. Hann deilir auk þess grafi þar sem fram kemur að tónlistarmenn fái hlutfallslega mun minna í sinn hlut fyrir hverja spilun á Spotify en öðrum tónlistarveitum.

Framtaki Egils er vel tekið og fagnar meðal annars uppistandarinn Ari Eldjárn því ákaft. „Djöfull er gott að fólk er farið að ræða um þetta. Ég náði mér í Tidal í gær og líst gríðarlega vel á!,“ skrifar Ari.

Segja má að flóðbylgja hafi dunið á Spotify undanfarna daga í kjölfar þess að tónlistarmaðurinn Neil Young setti fyrirtækinu á afar kosti að hann myndi taka tónlista sína útaf veitunni ef að fyrirtækið myndi ekki fjarlæga hlaðvarpsþátt útvarpsmannsins Joe Rogan úr spilun. Sá þáttur er afar umdeildur og hefur Rogan verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. Kveikjan að reiði Young var var sú ákvörðun Rogan að fá til sín í viðtal smitsjúkdómalækni sem mótmælt hefur bólusetningum barna gegn veirunni.

Spotify hafnaði beiðni Young og þar með var tónlist hans fjarlægð af miðlinum. Í kjölfarið ákvað söngkonan Joni Mitchell að fara sömu leið.
Þá hefur aðalsparið Harry Bretaprins og Meghan Markle lýst yfir áhyggjum sínum varðandi þætti Rogan. Parið gerði stóran samning við Spotify um þætti sem verða aðeins aðgengilegir á veitunni innan tíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“

Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna