fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. janúar 2022 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Frelsi og ábyrgð stóðu fyrir Friðargöngu í dag þar sem yfirskriftin var „Verndum börnin – Frelsi og mannréttindi.“ Gengið var frá Stjórnarráði Íslands og á Austurvöll þar sem haldnar voru ræður og flutt lifandi tónlist.

Gangan var hluti af mótmælagöngum sem haldnar voru víða um heim á vegum samtakanna World Wide Rally for Freedom sem hafa mótmælt bólusetningarpössum og skyldubólusetningum.

Frelsi og ábyrgð hafa verið hávær að undanförnu vegna bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára og sendu þau til að mynda kvörtun til Embættis landlæknis nú um miðjan mánuðinn vegna „einhliða og villandi framsetningar sóttvarnalæknis“ á gagnsemi COVID-bólusetninga fyrir börn, eins og það var orðað í bréfinu.

Ágústa Eva Erlendsdóttir hélt ræðu á Austurvelli í dag. Hún bendir á að hópurinn sem tók þátt í viðburði dagsins sé þannig aðeins lítinn angi af afli sem teygir sig um allan heim og kallar eftir því að fólk sé meira vakandi, taki meiri þátt, meiri ábyrgð á börnum sínum og sínu samfélagi.

„Að þekkja rauðu ljósin þegar vegið er að frelsi manneskjunnar, hvort sem er í litlu eða stóru samhengi, þá ert það alltaf á endanum þú sem þarft að svara fyrir þínar ákvarðanir. Við þekkjum öll einkenni heimilisofbeldis. Einkennin eru þau sömu og koma fram í ríkjum og samfélögum sem eru óheilbrigð og stuðla að vondri útkomu yfir höfuð, fyrir alla. Einkennin eru frelsissvipting, einokun, leyndarmál, yfirhylming, stjórnun, einangrun frá öðru sem gæti haft  það sem kallað er „neikvæð áhrif á þig“ í litlu samhengi fjölskylda og vina. Í stóru samhengi er það upplýsingaofbeldi eins og til dæmis í Norður-Kóreu,“ segir hún.

Ágústa Eva heldur áfram: „Svo eru refsingar, félagslegar, fólk er útskúfað, dregið í dilka, talað niður til fólks og annað fólk dregið í sandinum sem viðvörun um afleiðingar þess að óhlýðnast. Í okkar samfélagi myndi það vera að draga upp annarlega mynd af fólki sem eru uppljóstrarar eða tala hátt um sannleikann. Ég gæti lengi haldið áfram með þennan samanburð en fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru. Þetta er til dæmis ein speglunin sem ég hélt á lofti í dag,“ segir hún.

Þá var á fundinum vísað í ýmsar fréttir af niðurstöðum rannsókna sem hafa birst á miðlinum Frettin.is og finnst Ágústu Evu að ættu að birtast í fleiri miðlum.

Arnar Þór Jónsson, lögmaður samtakanna, hefur í fjölmiðlum sagt að þau kynnu að láta reyna á það fyrir dómstólum ef stjórnvöld mismuni með lagasetningu þeim sem hafa ekki verið bólusettir gegn COVID-19.

Áður en bólusetningar 5-11 ára barna hófust nýverið sendi Arnar Þór bréf, fyrir hönd samtakanna, til fjölda einstaklinga og stofnana en bréfið hafi mátt túlka sem einskonar viðvörun um að þau verði kölluð til ábyrgðar vegna bólusetninga barna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nágrannaerjur um skolplögn sem fór beint niður um mitt loft í íbúð á jarðhæðinni

Nágrannaerjur um skolplögn sem fór beint niður um mitt loft í íbúð á jarðhæðinni
Fréttir
Í gær

Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli

Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli
Fréttir
Í gær

Langar þig að gista frítt á Ibiza? – Þú getur það en það er stór hængur

Langar þig að gista frítt á Ibiza? – Þú getur það en það er stór hængur
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu