fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

20 ár frá hryðjuverkunum í New York: Íslendingar minnast þess hvar þeir voru þann 11. september 2001 – „Ég horfði á sjónvarpið og grét“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 11. september 2021 10:00

Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir sléttum 20 árum síðan fylgdist allur heimurinn með fréttum frá Bandaríkjunum. Fólk stóð límt við sjónvörp í verslunum, skólum og á skrifstofum og horfði á tvíburaturnana í New York falla í kjölfar þess að tveimur flugvélum var flogið í þá. Fljótlega var ljóst að um hryðjuverk var að ræða en einnig var flugvél flogið í hið svokallaða Pentagon, húsnæði varnarmálaráðuneytisins í höfuðborg Bandaríkjanna.

Þetta er eitt stærsta atvik síðari ára og man nánast hvert mannsbarn sem gat staðið í lappirnar á þessum tíma hvar það var statt þann 11. september árið 2001. Fólk minnist þessa dags á hverju ári og í ár er engin undantekning gerð á því. Sigursteinn Sigurðsson, verkefnastjóri menningarmála og velferðarstefnu Vesturlands, spurði á Twitter-síðu sinni í morgun hvar fólk var statt þegar turnarnir féllu fyrir 20 árum síðan.

Sjálfur segir Sigursteinn að hann hafi verið staddur í tíma í Borgarholtsskóla þegar turnarnir féllu. „Vinkona kom og sagði að flugvél hafi flogið á einhvern turn. Sá svo nokkrum mínútum síðar í TV hjá húsverðinum hvað var í gangi.“

Fjölmargir Íslendingar hafa svarað spurningu Sigursteins á Twitter en svörin eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Flest eru þau þó á sama veg þegar kemur að því hvernig fólki leið þegar það sá fréttirnar, sjokk og hræðsla einkenndu líðan fólks er það fylgdist stjarft með skjánum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“