fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Sex ára stúlka týndist í Þingholtunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 13:58

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla, íbúar í Þingholtunum og vegfarendur leituðu að sex ára stúlku sem týndist í Þingholtunum í gær. Stúlkan var gestkomandi í hverfinu og ókunnug umhverfinu þar.

Stúlkan fannst eftir nokkra leit en þá hafði verið kallaðir út leitarflokkur og sporhundur. Hópur fólks varð vitni að hjartanlegum endurfundum mæðgnanna en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer yfir málið í svohljóðandi tilkynningu:

„Síðdegis í gær var leitað að sex ára stúlku í Þingholtunum, en hún var í heimsókn í hverfinu og því ókunnug umhverfinu. Móðirin hringdi í lögregluna um leið og hvarfið uppgötvaðist og strax var hafist handa við að finna stúlkuna. Margir komu að leitinni, m.a. íbúar í hverfinu og vegfarendur þar, en aðdáunarvert var að sjá alla leggjast á eitt. Biðin var örugglega mjög erfið, en um klukkustund leið áður en stúlkan fannst. Hún hafði þá gengið töluverðan spöl, en það var vegfarandi sem fann stúlkuna og lét móðurina vita. Þá þegar höfðu verið gerðar ráðstafanir til að kalla út sporleitarhund og leitarflokk, en aðstoðarbeiðnin var afturkölluð þegar gleðitíðindin bárust. Lögreglumenn sóttu því næst stúlkuna og komu henni til móðurinnar og voru það fagnaðarfundir eins og gefur að skilja. Hópur fólks varð vitni að endurfundum mæðgnanna og var þá klappað vel og innilega. Það var virkilega fallegt að sjá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára