fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Sex ára stúlka týndist í Þingholtunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 13:58

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla, íbúar í Þingholtunum og vegfarendur leituðu að sex ára stúlku sem týndist í Þingholtunum í gær. Stúlkan var gestkomandi í hverfinu og ókunnug umhverfinu þar.

Stúlkan fannst eftir nokkra leit en þá hafði verið kallaðir út leitarflokkur og sporhundur. Hópur fólks varð vitni að hjartanlegum endurfundum mæðgnanna en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer yfir málið í svohljóðandi tilkynningu:

„Síðdegis í gær var leitað að sex ára stúlku í Þingholtunum, en hún var í heimsókn í hverfinu og því ókunnug umhverfinu. Móðirin hringdi í lögregluna um leið og hvarfið uppgötvaðist og strax var hafist handa við að finna stúlkuna. Margir komu að leitinni, m.a. íbúar í hverfinu og vegfarendur þar, en aðdáunarvert var að sjá alla leggjast á eitt. Biðin var örugglega mjög erfið, en um klukkustund leið áður en stúlkan fannst. Hún hafði þá gengið töluverðan spöl, en það var vegfarandi sem fann stúlkuna og lét móðurina vita. Þá þegar höfðu verið gerðar ráðstafanir til að kalla út sporleitarhund og leitarflokk, en aðstoðarbeiðnin var afturkölluð þegar gleðitíðindin bárust. Lögreglumenn sóttu því næst stúlkuna og komu henni til móðurinnar og voru það fagnaðarfundir eins og gefur að skilja. Hópur fólks varð vitni að endurfundum mæðgnanna og var þá klappað vel og innilega. Það var virkilega fallegt að sjá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld