fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Landspítalinn kominn á hættustig

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 20:20

Landspítali

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítalinn er kominn á hættustig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Farsóttarnefnd og Viðbragðsstjórn Landspítala. Þar segir að nú liggi tveir sjúklingar á smitsjúkdómadeild með COVID-19 smit. Og að alls séu meira en 300 einstaklingar í eftirliti á COVID-göngudeild, þar af 25 börn. Tíu sjúklingar eru í sérstöku eftirliti með tilliti til innlagnar. Þá séu fimm starfsmenn í einangrun, 10 í sóttkví samfélaginu og 225 í vinnusóttkví.

Hættustig á Landspítala er skilgreint svona:

Orðinn atburður sem kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar. Þetta getur falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki.

Spítalinn verði setur á hættustig frá og með miðnætti í kvöld. í tilkynningunni segir:

„Í ljósi þess að faraldurinn er í veldisvexti, verkefni COVID-göngudeildar aukast daglega í samræmi við það, fleiri sjúklingar í eftirliti eru veikir, fjöldi starfsfólks er í sóttkví vegna útsetninga og nýlegrar komu erlendis frá, mönnun er með minnsta móti vegna sumarleyfa auk þess sem mikil óvissa ríkir um þróun faraldursins, innlagnatíðni og alvarleika veikinda, hafa farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákveðið að setja spítalann á hættustig frá miðnætti í kvöld 22. júlí 2021.

Í raun hefur spítalinn verið að færast af óvissustigi á hættustig undanfarna tvo sólarhringa með daglegum fundum viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar og hertum sóttvarnaraðgerðum innan spítalans. Það er því eðlilegt að uppfæra viðbúnaðarstig til samræmis við þær aðgerðir. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Í gær

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“