fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Stofnendur ferðaskrifstofu keyrðu utanvegar í nágrenni Heklu – „Við fundum óþekktan stað á Íslandi“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 12. júlí 2021 18:00

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný ferðaskrifstofa sem gengur undir nafninu Morii birti á dögunum myndband þar sem stofnendur ferðaskrifstofunnar sjást leggja bifreið sinni utanvegar við gíginn Rauðuskálar. Ljóst er að stofnendur skrifstofunnar, þeir Terry Zhang og Blakelock Brown, hafi stundað utanvegaakstur á svæðinu. Stundin fjallaði um málið.

Myndbandið sem um ræðir var upphaflega birt á samfélagsmiðlunum TikTok og Twitter. Ásamt þeim Terry og Blakelock má sjá eina aðra manneskju í myndbandinu. „Við fundum óþekktan stað á Íslandi,“ segir í enskum texta í myndbandinu.

Utanvegaakstur á svæðinu hefur verið tíður undanfarið. Stundin ræddi við Daníel Frey Jónsson, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun, en hann sagði að það væri ljóst að stofnendur ferðaskrifstofunnar hafi stundað utanvegaakstur. Þá sagði Daníel að Umhverfisstofnun hafi borist ábendingar vegna myndbandsins. Það gerist reglulega að stofnunin fái ábendingar um utanvegaakstur og myndbönd með þeim.

„Þetta er dálítið algengt í nágrenni Heklu. Við höfum áður heyrt af bílum þarna. Það er merktur slóði upp undir Rauðaskál, en hann fer ekki upp á gígbarminn. Bíllinn er þarna kominn á ystu brún á gígskálinni,“ sagði Daníel í samtali við Stundina um málið.

Ferðaskrifstofan Morii hefur ekki fengið leyfi til að starfa sem ferðaskrifstofa samkvæmt upplýsingum sem Stundin fékk frá Ferðamálastofu. Morii býður til að mynda upp á pakkaferðir með innifaldri gistingu hér á landi en til þess að gera það þurfa aðilar að hafa leyfi fyrir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa