fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Réðst inn á heimili og tók hundinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. júní 2021 08:33

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í gær fór maður inn á heimili í Kópavogi og tók burtu með sér hund sem hann sagðist eiga. Var þetta tilkynnt til lögreglu. Segja þeir sem búa á heimilinu að það sé ekki rétt að sá sem tók hundinn eigi hann.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Maðurinn sem nam hundinn burt er nú grunaður um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Segir í dagbókinni að börn á heimilinu hafi orðið skelkuð við aðfarir mannsins.

Í dagbókinni segir einnig frá því að kviknaði hafi í þremur bifhjólum við fjölbýlishús í Efra-Breiðholti. Varð töluvert tjón af eldinum og er málið í rannsókn.

Ennfremur kom upp eldur við skóla í Efra-Breiðholti en ekki urðu miklar skemmdir.

Upp úr klukkan átta í gærkvöld fékk lögreglan tilkynningu um konu sem virtist sitja föst í fatasöfnunargámi í Neðra-Breiðholti en henni tókst að losa sig af sjálfsdáðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið