fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 07:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hefur verið mjög þurrt í Reykjavík. Þetta kemur fram í nýju tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var heildarúrkoman 193,5 millimetrar en það er um 60% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ekki hafi verið svona þurrt fyrstu fjóra mánuði ársins í Reykjavík síðan 1995. Einnig hefur verið mjög þurrt nú í upphafi maí. Á Akureyri mældist heildarúrkoma fyrstu fjóra mánuði ársins 200,9 millimetrar sem er um 10% meira en meðalúrkoman 1991 til 2020.

Það sem af er ári hefur heildarúrkoman mælst meiri á Akureyri en í Reykjavík en það er nokkuð sjaldgæft að sögn Veðurstofunnar.

Í Reykjavík var meðalhitinn 2,0 gráður fyrstu fjóra mánuði ársins en það er 0,5 gráðum yfir meðallagi 1991-2020 en jafnt meðalhita síðustu 10 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 0,5 gráður á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem er 0,2 gráðum yfir meðallagi 1991-2020 en 0,4 gráðum undir meðallagi síðustu 10 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg