fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Margir hafa lagt sig í stórhættu hjá gosinu – „Ég myndi sjálf ekki stíga á svona hraun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. mars 2021 20:06

Geldingadalur. Mynd:Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt hættur sem fólk leggur sig í við að fara of nálægt eldgosinu í Geldingadal á Reykjanesi, í Kastljósi í kvöld. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, sagði að sú hegðun sumra að fara alveg upp á gígbarminn væri eitthvað sem hann vildi alls ekki sjá og væri stórhættulegt.

Gas rýkur úr hrauninu á gígbarminum þar sem margir hafa sést príla. Egvenía Ilynskaya jarðskjálftafræðingur sagði að hún myndi sjálf ekki þora að ganga á hrauninu sem er á gígbarminum. Þó að það sé storknað geti verið rennandi hraun undir því og hætta sé á því að reka fótinn niður í 1000 gráðu heitt hraunrennsli. Þar sem ekki renni hraun undir sé síðan hægt að skera sig hættulega á þessu hrauni.

Rögnvaldur sagði að einfaldasta leiðin til að tryggja öryggi nálægt gosinu sé einfaldlega að loka svæðinu. Vilji standi hins vegar til að halda því opnu og veita fólki aðgang að þessu náttúruundri.

Fram kom í tali Rögnvalds að verið sé að undirbúa nýja og aðgengilegri leið fyrir fólk að svæðinu, en hingað til hefur hún legið frá Bláa lóninu. Suðurstandarvegur hefur verið lokaður vegna bilunar í malbikinu en nú stendur til að opna hluta af honum aftur. Er þá hægt að aka frá Grindavík og stöðva bílana á Suðurstrandarvegi og ganga þaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“