fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Margir hafa lagt sig í stórhættu hjá gosinu – „Ég myndi sjálf ekki stíga á svona hraun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. mars 2021 20:06

Geldingadalur. Mynd:Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt hættur sem fólk leggur sig í við að fara of nálægt eldgosinu í Geldingadal á Reykjanesi, í Kastljósi í kvöld. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, sagði að sú hegðun sumra að fara alveg upp á gígbarminn væri eitthvað sem hann vildi alls ekki sjá og væri stórhættulegt.

Gas rýkur úr hrauninu á gígbarminum þar sem margir hafa sést príla. Egvenía Ilynskaya jarðskjálftafræðingur sagði að hún myndi sjálf ekki þora að ganga á hrauninu sem er á gígbarminum. Þó að það sé storknað geti verið rennandi hraun undir því og hætta sé á því að reka fótinn niður í 1000 gráðu heitt hraunrennsli. Þar sem ekki renni hraun undir sé síðan hægt að skera sig hættulega á þessu hrauni.

Rögnvaldur sagði að einfaldasta leiðin til að tryggja öryggi nálægt gosinu sé einfaldlega að loka svæðinu. Vilji standi hins vegar til að halda því opnu og veita fólki aðgang að þessu náttúruundri.

Fram kom í tali Rögnvalds að verið sé að undirbúa nýja og aðgengilegri leið fyrir fólk að svæðinu, en hingað til hefur hún legið frá Bláa lóninu. Suðurstandarvegur hefur verið lokaður vegna bilunar í malbikinu en nú stendur til að opna hluta af honum aftur. Er þá hægt að aka frá Grindavík og stöðva bílana á Suðurstrandarvegi og ganga þaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
Fréttir
Í gær

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“