fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Margir hafa lagt sig í stórhættu hjá gosinu – „Ég myndi sjálf ekki stíga á svona hraun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. mars 2021 20:06

Geldingadalur. Mynd:Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt hættur sem fólk leggur sig í við að fara of nálægt eldgosinu í Geldingadal á Reykjanesi, í Kastljósi í kvöld. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, sagði að sú hegðun sumra að fara alveg upp á gígbarminn væri eitthvað sem hann vildi alls ekki sjá og væri stórhættulegt.

Gas rýkur úr hrauninu á gígbarminum þar sem margir hafa sést príla. Egvenía Ilynskaya jarðskjálftafræðingur sagði að hún myndi sjálf ekki þora að ganga á hrauninu sem er á gígbarminum. Þó að það sé storknað geti verið rennandi hraun undir því og hætta sé á því að reka fótinn niður í 1000 gráðu heitt hraunrennsli. Þar sem ekki renni hraun undir sé síðan hægt að skera sig hættulega á þessu hrauni.

Rögnvaldur sagði að einfaldasta leiðin til að tryggja öryggi nálægt gosinu sé einfaldlega að loka svæðinu. Vilji standi hins vegar til að halda því opnu og veita fólki aðgang að þessu náttúruundri.

Fram kom í tali Rögnvalds að verið sé að undirbúa nýja og aðgengilegri leið fyrir fólk að svæðinu, en hingað til hefur hún legið frá Bláa lóninu. Suðurstandarvegur hefur verið lokaður vegna bilunar í malbikinu en nú stendur til að opna hluta af honum aftur. Er þá hægt að aka frá Grindavík og stöðva bílana á Suðurstrandarvegi og ganga þaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum