fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Soma snýr aftur eftir 23 ára hlé

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 15:34

Hljómsveitin Soma Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokksveitin Soma, sem gerði garðinn frægan árið 1997 með laginu „Grandi Vogar II (Má ég gista)“ og plötunni Föl, gefur í dag út sitt fyrsta lag síðan hljómsveitin hætti snögglega störfum árið 1998. Soma var á sínum tíma þekkt fyrir kröftuga og grípandi rokktónlist og naut töluverðra vinsælda, enda var sveitin ötul við spilamennsku um allt land.

Allir meðlimir sveitarinnar frá útgáfu plötunnar, sex talsins, taka þátt í endurkomunni, en þeir höfðu ekki hist allir saman síðan árið 1998. Á síðasta ári ákváðu þeir hins vegar að láta reyna á hvort rokkneistinn væri enn til staðar í bandinu og það reyndist heldur betur raunin. Þótt Soma hafi enn ekki náð að koma fram opinberlega vegna samkomutakmarkana hefur sveitin unnið ötullega að nýju efni og fyrsta lagið, Fólk eins og fjöll, hefur nú litið dagsins ljós.

Lagið sýnir að Soma hefur engu gleymt þrátt fyrir langt hlé. Fólk eins og fjöll er grípandi rokklag með miklum stíganda og gefur góð fyrirheit um að Soma sé tilbúin til að stimpla sig inn í íslensku tónlistarsenuna á nýjan leik.

Fólk eins og fjöll má finna á Spotify, auk þess sem tónlistarmyndband er væntanlegt á næstunni.

Meðlimir Soma eru: Guðmundur Annas Árnason söngvari, Snorri Gunnarsson gítarleikari, Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari, Þorlákur Lúðvíksson hljómborðsleikari, Kristinn Jón Arnarson bassaleikari og Jónas Hliðar Vilhelmsson, trommuleikari.

Hér fyrir neðan má hlusta á nýja lagið, Fólk eins og fjöll, á Spotify sem og lagið Grandi Vogar II (Má ég gista).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks