fbpx
Sunnudagur 18.janúar 2026
Fréttir

Soma snýr aftur eftir 23 ára hlé

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 15:34

Hljómsveitin Soma Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokksveitin Soma, sem gerði garðinn frægan árið 1997 með laginu „Grandi Vogar II (Má ég gista)“ og plötunni Föl, gefur í dag út sitt fyrsta lag síðan hljómsveitin hætti snögglega störfum árið 1998. Soma var á sínum tíma þekkt fyrir kröftuga og grípandi rokktónlist og naut töluverðra vinsælda, enda var sveitin ötul við spilamennsku um allt land.

Allir meðlimir sveitarinnar frá útgáfu plötunnar, sex talsins, taka þátt í endurkomunni, en þeir höfðu ekki hist allir saman síðan árið 1998. Á síðasta ári ákváðu þeir hins vegar að láta reyna á hvort rokkneistinn væri enn til staðar í bandinu og það reyndist heldur betur raunin. Þótt Soma hafi enn ekki náð að koma fram opinberlega vegna samkomutakmarkana hefur sveitin unnið ötullega að nýju efni og fyrsta lagið, Fólk eins og fjöll, hefur nú litið dagsins ljós.

Lagið sýnir að Soma hefur engu gleymt þrátt fyrir langt hlé. Fólk eins og fjöll er grípandi rokklag með miklum stíganda og gefur góð fyrirheit um að Soma sé tilbúin til að stimpla sig inn í íslensku tónlistarsenuna á nýjan leik.

Fólk eins og fjöll má finna á Spotify, auk þess sem tónlistarmyndband er væntanlegt á næstunni.

Meðlimir Soma eru: Guðmundur Annas Árnason söngvari, Snorri Gunnarsson gítarleikari, Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari, Þorlákur Lúðvíksson hljómborðsleikari, Kristinn Jón Arnarson bassaleikari og Jónas Hliðar Vilhelmsson, trommuleikari.

Hér fyrir neðan má hlusta á nýja lagið, Fólk eins og fjöll, á Spotify sem og lagið Grandi Vogar II (Má ég gista).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband: Stórkostleg stemning hjá íslenskum stuðningsmönnum eftir sigurinn gegn Ítalíu

Myndband: Stórkostleg stemning hjá íslenskum stuðningsmönnum eftir sigurinn gegn Ítalíu
Fréttir
Í gær

39-26: Ítalir áttu enga möguleika í íslensku vélina

39-26: Ítalir áttu enga möguleika í íslensku vélina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Óhugnanleg tilfinning að menn sem ég hef unnið með hafi þessi viðhorf til kvenna“

„Óhugnanleg tilfinning að menn sem ég hef unnið með hafi þessi viðhorf til kvenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nauðungarvistuð eftir að hún braust inn til þekkts fjárfestis og sagðist búa með honum

Nauðungarvistuð eftir að hún braust inn til þekkts fjárfestis og sagðist búa með honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld hafin yfir Möggu Frikka – Ákærð fyrir ummæli um dómara

Réttarhöld hafin yfir Möggu Frikka – Ákærð fyrir ummæli um dómara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Pétur varpar ljósi á skuggalega þróun – „Þetta eru tvö raunveruleg dæmi sem ótrúlega mörg börn og ungmenni geta sogast inn í“

Jón Pétur varpar ljósi á skuggalega þróun – „Þetta eru tvö raunveruleg dæmi sem ótrúlega mörg börn og ungmenni geta sogast inn í“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn svarar ásökun á hendur sér og stígur til hliðar – „Mér mikið áfall“ 

Þorsteinn svarar ásökun á hendur sér og stígur til hliðar – „Mér mikið áfall“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Deloitte á Íslandi ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Forstjóri Deloitte á Íslandi ákærður fyrir kynferðislega áreitni