fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

5 uppáhalds yndisaukandi hlutir Steinunnar Ólínu – Höfug, ágeng og æsandi reykelsi

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 20. febrúar 2021 18:30

Steinunn Ólína er fær í eldhúsinu. Mynd: Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikkonan, spretturæktandinn og gourmet-grallarinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir kann að meta lystisemdir lífsins og finnur þær á ótrúlegustu stöðum svo sem í Rúmfatalagernum og í Fischersundi. Hér deilir hún með lesendum fimm hlutum sem gleðja hana í skammdeginu.

 

Píanóið hennar mömmu
Píanóið hennar mömmu, sem stendur hér í stofunni minni, skemmtir mér daglega með tilveru sinni. Mér finnst gaman að setjast niður og glamra eitthvað helst daglega og svo tilheyrði píanóið mömmu svo það gerir væntumþykjuna enn meiri. Ég bóna það stundum með tréolíu sem ég sniffa í leiðinni og ferðast þá fyrirhafnarlítið aftur í tímann.

99 kr. kertin
99 kr. kertin í Rúmfatalagernum eru æði og eru í daglegu brúki meðan svona dimmt er á kvöldin. Ég kveiki líka á kerti á matarborðinu á morgnana til að milda harðneskjulegt skammdegið. Skemmtilegast finnst mér að gera stórinnkaup, kaupa nokkra tugi í einu í öllum litum og spreða þeim í alla tiltæka kertastjaka.

Fischer-reykelsin
Reykelsin hans Sigurrósar-Jónsa sem fást í Fischer Ilmhúsi í Fischersundi eru höfug, ágeng og æsandi. Dularfyllri en flest og sannarlega dularfyllri en Dularfullu bækurnar eftir Enid Blyton.

Möndluolía
Möndluolían frá NOW á allan skrokkinn alla daga ársins. Nudda henni af þrótti inn í húðina og ekki er verra að bursta hana með grófum bursta eða hanska inn að beini.

Taflið úr Kolaportinu
Taflið sem ég keypti í Kolaportinu fyrir skemmstu. Það hefur verið í daglegri notkun meðal allra heimilismanna en það skal viðurkennt að mér fer fremur aftur en fram við taflmennskuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum