fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Fréttir

Afsökunarbeiðni Tómasar mætti hlátrasköllum úr Þingsal – „Ég er kominn í ný föt“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 27. desember 2021 18:30

Skjáskot - Tómas fer með umrædda ræðu sína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Tómasson, þingmaður Flokks Fólksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum á Alþingi í dag.

Þann 22. Desember hafði hann mætt í gallabuxum á þingfund, en í dag baðst hann velvirðingar á því og tók fram að hann væri kominn í ný föt.

Tómas steig upp í pontu og hélt ræðu er varðaði eldri borgara og fjármál þeirra. Stuttu seinna sneri hann aftur upp í pontu og kom inn á annað mál.

„Síðast þegar ég kom í þennan ræðustól, miðvikudaginn var, þá urðu mér þau mistök á að vera í gallabuxum. Mér var bent á það, góðfúslega, að það tilheyrði ekki siðareglum Alþingis. Ég biðst velvirðingar á því hér og nú, og tilkynni það hér með að ég er kominn í ný föt. Takk.“ sagði Tómas.

Í kjölfar þessarar stuttu ræðu mátti heyra hlátrasköll úr þingsalnum, en svo virðist sem fundargestum hafi fundist afsökunarbeiðnin fyndin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“
Fréttir
Í gær

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir
Fréttir
Í gær

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“