fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Þarftu að komast í búð ? – Þessar verslanir eru opnar í dag

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 25. desember 2021 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó svo flestir landsmenn viti vel að á jóladag eru verslanir almennt lokaðar, þá kemur oft fyrir að eitthvað gleymist. Kannski er heimilið vel birgt upp af nauðsynjum, nema það gleymdist að kaupa klósettpappír. Þá eru góð ráð dýr.

Það hefur tíðkast í auknum mæli undanfarin ár að ein og ein verslun svari kalli dreifhuga landsmanna sem verða að ná í þennan eina hlut sem bjargað getur jóladagsboðinu.

DV tók saman smá lista yfir þær verslanir sem hafa opið í dag, listinn er þó ekki tæmandi og eru lesendur hvattir til að benda blaðamanni á verslanir sem ættu heima á listanum.

Krambúðin 

Krambúðin er með opið til 18:00 í eftirfarandi verslunum; Skólavörðustíg,  Hófgerði, Laugarlæk, Lönguhlíð, Hjarðarhaga, Byggðarveg, Eggertsgötu, Hringbraut, Tjarnabraut og Selfossi.

Eins er opið til miðnættis í Krambúðinni á Borgarbraut á Akureyri

Pétursbúð

Pétursbúð á horninu á Ránargötu og Ægisgötu verður opin til 17:00 í dag, líkt og fyrri ár.

Verslunin Rangá 

Verslunin Rangá í Skipasundi er með opið til 17:00 í dag

Lyfja Lágmúla og Smáratorgi 

Verslanir Lyfju í Smáratorgi og í Lágmúla eru opnar til miðnættis.

Apótekarinn Austurveri 

Apótekarinn í Austurveri er opinn til miðnættis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“