fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Willum um lekann: „Ég hef ekki hugmynd“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 21. desember 2021 15:45

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag voru nýjar sóttvarnarreglur tilkynntar landsmönnum, en eins og vanalega voru þær byggðar á minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Svo fór að ákvarðanir ríkisstjórnar voru að miklu leiti í takt við minnisblaðið, en þó ekki alveg eins.

Að þessu sinni lak minnisblað Þórólfs til fjölmiðla, en umræða um þennan leka skapaðist í kjölfarið. Til að mynda gaf Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins til kynna að lekinn hefði verið skipulagður, til þess að láta Þórólf líta illa út, en ekki Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra

Sjá einnig: Telur Willum hafa lekið upplýsingum til að láta Þórólf líta illa út

Willum segist sjálfur ekki hafa hugmynd um hvaðan leikinn kom, og telur að það hafi ekki komið frá eigin starfsfólki. „Ég hef ekki hugmynd,“ sagði hann. Fréttablaðið greinir frá þessu.

„Ég skil ekki hvernig það ætti að gerast. Ég bara veit það ekki,“ sagði hann, en bætti þó við að hann væri búinn að spyrjast fyrir um málið. „Bara í ráðuneytinu. Hvernig mögulega fór þetta út. Ég bara skil það ekki sko. En það þýðir ekkert að velta sér upp úr því núna.“ sagði nýr heilbrigðisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi