fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Þórólfur sagður leggja til 20 manna samkomutakmarkanir og tveggja metra reglu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. desember 2021 08:00

Þórólfur Guðnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann afhenti Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, í gær leggur hann til 20 manna samkomutakmarkanir og að tveggja metra regla verði tekin upp í stað eins metra reglunnar sem nú gildir.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Ríkisstjórnin kemur saman í dag og verður minnisblaðið rætt á fundi hennar og að honum loknum verður tilkynnt um hvort og þá hvaða sóttvarnaaðgerða verður gripið en núgildandi aðgerðir gilda þar til á morgun.

Morgunblaðið hefur eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, að þrátt fyrir að staðan sé almennt góð þá hafi smitum fjölgað og nýja afbrigið sé greinilega meira smitandi. „Ef við horfum á reynsluna, sérstaklega í Danmörku, þá segir það okkur að skynsamlegt sé að fara varlega. Það er í því ljósi sem við förum á þennan ríkisstjórnarfund og tökumst á við þetta verkefni sem virðist engan enda ætla að taka,“ sagði hann.

Í fyrradag voru 3.845 sýni tekin og af þeim voru 220 jákvæð. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við mbl.is í gær að búast megi við að 300 smit greinist á einum degi fyrir jól.

11 COVID-19-sjúklingar liggja nú á Landspítalanum, tveir þeirra eru á gjörgæsludeild og annar þeirra í öndunarvél. Meðalaldur sjúklinganna 11 er 64 ár.

Mbl.is hafði eftir Þórólfi Guðnasyni í gær að hann taki frekar mið af stöðunni á spítalanum en daglegum smittölum þegar komi að því að meta stöðuna í samfélaginu. Hann sagði mikilvægt að fólk fái örvunarskammtinn til að vinna gegn Ómíkronafbrigðinu. Hann sagði einnig að nokkuð sé um að fólk sé að smitast aftur af veirunni. „Það er greinilegt að bólusetningin og fyrri smit eru að vernda ágætlega gegn Delta-afbrigðinu. Síðan kemur þetta Ómíkron-afbrigði með nýtt landslag sem við höfum fyrir framan okkur. Það virðist vera að fyrri Covid-sýkingar séu ekki að vernda neitt sérstaklega vel heldur gegn þessu afbrigði,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim