fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Sjáðu myndirnar: Guðmundur Felix tilbúinn í kvöldverðinn með forsetanum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 20. desember 2021 20:00

Hjónin Sylwia Gretarsson Nowakowska og Guðmundur Felix Grétarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Felix Grétarsson og nokkrir úr hans nánustu fjölskyldu þáðu kvöldverð á Bessastöðum í kvöld.

Fyrr í dag deildi Guðmundur Felix myndum af sér á Facebook þar sem hann skrifaði „Ready to dine with the president,“ eða „Tilbúinn í kvöldverð með forsetanum.“ Á myndunum má til að mynda sjá eiginkonu Guðmundar Felix, Sylwiu Gretarsson Nowakowska, móður hans, Guðlaugu Ingvadóttur, og eldri bróður hans, Valgeir.

Sem kunnugt er gekkst Guðmundur Felix í ársbyrjun undir tvöfalda ágræðslu handleggja við axlir, fyrstur manna í heiminum. Aðgerðin fór fram í Frakklandi þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin átta ár og beðið eftir ágræðslunni.

Guðmundur Felix greindi frá því á Facebook á sínum tíma að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefði sent lækna- og hjúkrunarteyminu hans í Lyon heillaóskir eftir vel heppnaða aðgerð enda um heimsviðburð að ræða.

Nýlega kom út ævisaga Guðmundar Felix, 11.000 volt, og þar kemur fram að forsetinn hringdi í Guðmund Felix skömmu eftir aðgerðina og hefur reglulega verið í sambandi við hann. Þá átti Guðmundur Felix inni heimboð á Bessastaði þegar hann myndi koma til landsins og í dag var loksins komið að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi