fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Sættir náðst milli Margrétar og H&M – Segir Securitas hafa farið yfir valdsvið sitt – „Securitas verður kært“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 16:15

Margrét hyggst kæra Securitas vegna uppákomunnar. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá fyrr í dag sagði Margrét Friðriksdóttir farir sínar ekki sléttar eftir heimsókn í H&M í Kringlunni. Lýsti Margrét því er henni var kastað þaðan út af her öryggisvarða á vegum Securitas vegna þess að hún var ekki með grímu á sér.

„Þeir fara og tala við kassa­dömurnar að skipta sér af þeirra verslun, þær voru ekkert að setja neitt út á þetta, vegna þess að ég hef alveg oft farið þarna inn áður ekki með grímu,“ var haft eftir Margréti sem segir hana og 15 ára dóttur hennar hafa orðið skelkaðar þegar öryggisverðirnir umluktu þær í versluninni.

Margrét benti öryggisvörðunum á það að grímuskyldan eigi aðeins við á þeim stöðum þar sem ekki sé hægt að tryggja að einn metri sé á milli einstaklinga. Að sögn Margrétar var hún stödd í Kringlunni seint að kvöldi til og að fátt hafi verið um fólk á þeim tíma.

Nú síðdegis hafði Margrét samband við DV og sagði að sættir hefði náðst milli hennar og H&M. Sagði hún að H&M hefði beðist afsökunar á uppákomunni og að fyrirtækið hefði svarið framgang öryggisvarðanna af sér, enda starfsmenn Kringlunnar en ekki H&M. Í samtalinu við DV segir Margrét að hún hefði þegið afsökunarbeiðni H&M, en að hún geti ekki sætt sig við hegðun Securitas varðanna.

„Þetta verður kært,“ segir Margrét, „enda voru þeir þarna að áreita fólk og börn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“
Fréttir
Í gær

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Í gær

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum