fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Góðar fréttir fyrir öryrkja – Fá aftur jólagjöf frá ríkinu

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 20. desember 2021 21:00

Kristrún og Jóhann Páll láta til sín taka á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fagna því að samstaða hafi náðst í fjárlaganefnd rétt í þessu um tillögu stjórnarandstöðunnar um að greiða öryrkjum 53 þúsund króna aukagreiðslu skattfrjálst og skerðingarlaust.“

Svona hefst færsla sem Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. Með þessari niðurstöðu fá öryrkjar og einstaklingar á endurhæfingarlífeyri því eingreiðslu eins og þeir fengu í fyrra.

„Þingflokkar Samfylkingar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar hafa undanfarið barist fyrir því að ríkisstjórnin greiði öryrkjum og einstaklingum á endurhæfingarlífeyri eingreiðslu eins og gert var fyrir síðustu jól. Í síðustu viku lögðu fulltrúar flokkanna í fjárlaganefnd fram breytingartillögu þess efnis.“

Kristrún segir að um gleðitíðindi sé að ræða. „Það eru því gleðitíðindi að stjórnarmeirihlutinn hafi loks fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar og að fjárlaganefnd standi að baki slíkri tillögu. Aðgerðin skiptir þúsundir heimila sköpum yfir hátíðirnar!“ segir hún.

Flokksbróðir Kristrúnar, þingmaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson, segir á sinni Facebook-síðu að um góðar fréttir sé að ræða. „Aðgerðin skiptir þúsundir heimila sköpum yfir hátíðirnar en kemur auðvitað ekki í staðinn fyrir varanlegar kjarabætur fyrir þennan hóp sem hefur setið eftir fjárlög eftir fjárlög, kjörtímabil eftir kjörtímabil. Baráttan heldur áfram,“ segir Jóhann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“
Fréttir
Í gær

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Í gær

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum