fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Ögmundur líkir spilavíti háskólans við „svæsnustu spilavíti í Las Vegas og Monakó“ – Græðir á óviðráðanlegri fíkn

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 18. desember 2021 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, gerir Happadrætti Háskólans, spilafíkn og möguleg kaup Háskóla Íslands á Bændahöllinni að umtalsefni í pistli sínum í Sunnudagsmogganum.

Hann segist vera Vesturbæingur og sem slíkur hafi hann mikinn áhuga á því hvað verði nú um Bændahöllina sem hýst hefur Hótel Sögu. Fregnir hafa borist af því að áhugi sé fyrir kaupunum hjá Háskóla Íslands og bendir Ögmundur á að þeir peningar sem skólinn yfir yfir að ráða kemur að hluta frá fárveikum spilafíklum.

„Spilavíti háskólans eru með sams konar fjárhættuspilabúnað og svæsnustu spilavíti í Las Vegas og Monakó. Það sem skilur casino Háskóla Íslands frá spilavítunum á þessum stöðum er sennilega fyrst og fremst efnahagur „viðskiptavinanna“. Láglaunafólk og öryrkjar komast síður til þessara rándýru glysstaða en milljarðamæringar heimsins. Auðvelt er hins vegar að gerast bakhjarl Háskóla Íslands við Hlemm eða í Hamraborginni í Kópavogi. Þar er fólki sagt hvað hægt er að vinna margar milljónir þá mínútuna og minnt rækilega á hið gamalkunna að vogun vinnur,“ segir Ögmundur og minnir á dapran sannleikann.

„Í Háspennusölum Happdrættis Háskóla Íslands vinnur hins vegar enginn á endanum nema hvað Háskóli Íslands fær stöðugt meira fjármagn til að reisa og reka glæsilegar byggingar til að hýsa fræðasetur um íslenska menningu, siðfræði og hagfræði að ógleymdum mannauðsvísindum. Allt er þetta heldur nöturlegt þegar haft er í huga að samkvæmt rannsóknum er milljarðahagnaður spilavítanna á kostnað einstaklinga sem ekki eru sjálfráðir gerða sinna og valda með óviðráðanlegri fíkn sinni sér og sínum nánustu ómældum harmi og þjáningum. Þessu gerir þjóðin sér grein fyrir,“ segir Ögmundur.

Henn bendir á að samkvæmt skoðanakönnunum vill yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar láta loka spilakössum og rifjar upp að SÁÁ sagði sig frá tekjuöflun með þessum hætti á síðasta ári.

Ögmundur kallar eftir aðgerðum frá ríkisvaldinu en segir þar greinilega skorta skilning á vandanum.

„Þarna er því verk að vinna ef takast á að kalla stjórnvöld til ábyrgðar. En þá vaknar spurningin hvort fólkið sem kaupir Bændahöllina fyrir menntasvið Háskóla Íslands verður látið njóta sannmælis þegar skrifað verður undir kaupsamninga. Varla fer undirskriftin fram í casínóinu á Lækjartorgi, en kannski í Stjórnarráðinu sem einnig er við það torg. Það verður fróðlegt að sjá hvort það verður rektor Háskóla Íslands sem kemur til með að munda pennann eða ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Sennilega ráðherrarnir. Það væri rökrétt því þeir eru ábyrgir fyrir því að byggingar undir æðstu menntastofnun landsins eru fjármagnaðar með því að nýta sér veikleika fólks sem á erfitt uppdráttar,“ segir Ögmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar
Fréttir
Í gær

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót